fbpx
Þriðjudagur 27.september 2022
Pressan

Óvæntar aukaverkanir COVID-19 – Getnaðarlimurinn styttist um 4 cm til frambúðar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 07:00

Þessi hefur áhyggjur af stærðinni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fertugsaldri varð fyrir óvæntri aukaverkun af kórónuveirunni þegar hann smitaðist af henni. Breytingar á lyktar- og bragðskyni eru þekktar aukaverkanir smits auk þreytu og öndunarörðugleika en umræddur maður varð fyrir því að getnaðarlimur hans styttist um 4 cm og segja læknar þetta vera varanlegt.

Það er því hætt við að sjálfsmynd hans sé nokkuð löskuð eftir þetta.

Maðurinn skýrði frá þessu í bréfi til hlaðvarpsins „How to Do It“. Í bréfinu segir hann að eftir að hann smitaðist af kórónuveirunni hafi getnaðarlimur hans skroppið saman um 4 cm. Hann segist hafa verið lagður inn á sjúkrahús í júlí vegna alvarlegra veikinda af völdum COVID-19. „Þegar ég var útskrifaður glímdi ég við risvandamál en það batnaði þegar ég fékk lyf en ég glími við viðvarandi vanda. Getnaðarlimurinn er styttri en áður. Fyrir veikindin var hann yfir meðallengd, ekkert tröll en greinilega yfir meðallagi. Nú hefur hann styst um 4 cm og er greinilega undir meðallengd,“ segir hann að sögn Business Insider South Africa.

Hann segir síðan að læknar hafi sagt honum að þetta sé vegna skemmda á æðum og að mjög líklega sé þetta varanlegt.

Ashley Winter, bandarískur þvagfæralæknir, segir í hlaðvarpinu að rétt sé að risvandamál geti orðið til þess að getnaðarlimur styttist. Þá gangi viðkomandi í gegnum tíma þar sem limurinn getur ekki rétt alveg úr sér og þá flæði ekki blóð inn í hann eins og á að gera og það geti valdið því að hann styttist.

Áður hafa fréttir borist af áhrifum kórónuveirunnar á getnaðarlimi karla. Til dæmis skýrðu franskir læknar frá því sumarið 2020 að maður hefði fengið standpínu í 4 klukkustundir þegar hann lá á sjúkrahúsi og hafi það ekki verið að hans vilja.

Niðurstöður lítillar rannsóknar, sem var birt í ágúst 2021, sýna að COVID-19 getur haft áhrif á getnaðarlimi karla. Sumir hafi glímt við risvandamál eftir smit og segja vísindamennirnir að sýkingin geti hafa takmarkað blóðflæði til getnaðarlims þeirra. Þetta getur síðan valdið því að limurinn styttist af þeim sökum sem Winter nefndi. Hafa læknar jafnvel talað um COVID-typpi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mikil aukning á fjölda bóka sem eru bannaðar í bandarískum skólum

Mikil aukning á fjölda bóka sem eru bannaðar í bandarískum skólum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Indversk stjórnvöld sökuð um að láta Kínverjum eftir land í Himalaya

Indversk stjórnvöld sökuð um að láta Kínverjum eftir land í Himalaya
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifa reykinga getur gætt í tvær kynslóðir

Áhrifa reykinga getur gætt í tvær kynslóðir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tvær sprengingar í Svíþjóð – Einn alvarlega slasaður

Tvær sprengingar í Svíþjóð – Einn alvarlega slasaður
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fundu tvö lík heima hjá fyrrum borgarstjóra

Fundu tvö lík heima hjá fyrrum borgarstjóra