fbpx
Þriðjudagur 27.september 2022
Pressan

Nauðgaði eftir Tinder-stefnumót og sendi hræðileg skilaboð til fórnarlambs

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tom Rodwell, 31 árs, var nýlega dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir fimm nauðganir. „Ég hélt að hann myndi drepa mig,“ sagði eitt fórnarlamba hans fyrir dómi.

Stefnumót kvennanna með Tom byrjuðu annars ágætlega en enduðu með hræðilegri martröð. Hann fann fórnarlömb sín í gegnum stefnumótaforritið Tinder.

Fyrir dómi kom fram að hann hafi sett sig í samband við minnst fimm konur á Tinder og síðan nauðgað þeim á stefnumótum.

Dómarinn dæmdi hann í 12 ára fangelsi hið minnsta.

Tom Rodwell. Mynd:Lögreglan

Tom, sem var sjóliði í breska flotanum, blekkti konur sem voru í leit að varanlegu ástarsambandi en þess í stað nauðgaði hann þeim og beitti öðru ofbeldi.  Daily Mail segir að hann hafi ráðist á sumar konurnar á meðan þær sváfu.

Fyrir dómi kom fram að hann hafði áður verið sakaður um nauðganir en hafi aldrei verið dæmdur en nú varð breyting þar á.

Ung kona, sem hann nauðgaði 2017, sagði að á fyrsta stefnumóti þeirra hafi hann hent getnaðarvarnarpillum hennar í ruslið. Á næsta hafi þau hist í íbúð og pantað sér mat og síðan hafi Tom stungið upp á að þau stunduðu kynlíf. Hún féllst á það en síðan fór allt úrskeiðis. Tom fór skyndilega að lemja hana. Hún reyndi að stöðva hann en gat það ekki. „Það er ekkert sem þú getur gert. Ég er sterkari en þú,“ sagði hann við hana og hélt áfram að nauðga henni næstu 30 mínúturnar.

Eftir nauðgunina hélt hann áfram að senda konunni skilaboð og skrifaði meðal annars: „Hvenær má ég nauðga þér aftur?“ skrifaði hann á WhatsApp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mikil aukning á fjölda bóka sem eru bannaðar í bandarískum skólum

Mikil aukning á fjölda bóka sem eru bannaðar í bandarískum skólum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Indversk stjórnvöld sökuð um að láta Kínverjum eftir land í Himalaya

Indversk stjórnvöld sökuð um að láta Kínverjum eftir land í Himalaya
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifa reykinga getur gætt í tvær kynslóðir

Áhrifa reykinga getur gætt í tvær kynslóðir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tvær sprengingar í Svíþjóð – Einn alvarlega slasaður

Tvær sprengingar í Svíþjóð – Einn alvarlega slasaður
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fundu tvö lík heima hjá fyrrum borgarstjóra

Fundu tvö lík heima hjá fyrrum borgarstjóra