fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

WHO segir að helmingur Evrópubúa muni væntanlega smitast á næstu 6-8 vikum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 06:58

Það eru til margar veirur, mishættulegar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að reikna megi með að rúmlega helmingur Evrópubúa muni smitast af Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar á næstu sex til átta vikum. Á fyrstu viku ársins greindust rúmlega sjö milljónir smita í álfunni og hafði fjöldi þeirra tvöfaldast á tveimur vikum.

Þetta sagði Hans Kluge, svæðisstjóri WHO í Evrópu, á fréttamannafundi í gær. Hann sagði að út frá þeirri smitþróun sem hefur verið síðustu viku áætli Institute for Health Metrics and Evaluation að rúmlega 50% Evrópubúa smitist á næstu sex til átta vikum.

Hann sagði að lönd sem hafa enn ekki lent í bylgju Ómíkronsmita hafi enn tækifæri til að halda aftur af útbreiðslu afbrigðisins með bólusetningum, örvunarskammti og með því að setja bólusetningar viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólks í forgang.

Hann sagði mikilvægt að halda skólum opnum eins og hægt sé.

Ómíkron er nú ráðandi afbrigði í mörgum ríkjum og því hefur útbreiðsla veirunnar verið mikil að undanförnu.

Kluge sagði að margt sé enn óljóst varðandi Ómíkron en þó sé vitað að afbrigðið breiðist gríðarlega hratt út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“