fbpx
Þriðjudagur 27.september 2022
Pressan

Maður í sæðisvanda

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 21:30

Það má segja að maðurinn sé í sæðisvanda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

54 ára karlmaður á allt að tveggja milljóna króna sekt yfir höfði sér eftir að hafa útdeilt sæði. Hann er ákærður fyrir að hafa frá október 2017 fram í mars 2020 afhent konum víða í Danmörku sæði án þess að hafa tilskilin leyfi til þess.

Lögreglan á Mið- og Vestur-Jótlandi skýrði frá þessu í fréttatilkynningu í dag.

Segir að hér sé um brot á lögum að ræða þar sem leyfi þurfi frá heilbrigðisyfirvöldum til að mega annast flutning og meðhöndlun á vef og sæði.

Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa lagt „afurðir“ sínar inn í fleiri en einn sæðisbanka en það er óheimilt samkvæmt dönskum lögum. Þessi takmörkun er til að takmarka fjölda barna hvers sæðisgjafa. Þessar innlagnir virðast hafa verið aukabúgrein þar sem maðurinn bauð upp á beina þjónustu fyrir þær sem vildu fá sæði hans, nokkurskonar beint frá búi sala.

Mál mannsins verður tekið fyrir hjá dómstól í Herning í lok mánaðarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mikil aukning á fjölda bóka sem eru bannaðar í bandarískum skólum

Mikil aukning á fjölda bóka sem eru bannaðar í bandarískum skólum
Pressan
Í gær

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Indversk stjórnvöld sökuð um að láta Kínverjum eftir land í Himalaya

Indversk stjórnvöld sökuð um að láta Kínverjum eftir land í Himalaya
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifa reykinga getur gætt í tvær kynslóðir

Áhrifa reykinga getur gætt í tvær kynslóðir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tvær sprengingar í Svíþjóð – Einn alvarlega slasaður

Tvær sprengingar í Svíþjóð – Einn alvarlega slasaður
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fundu tvö lík heima hjá fyrrum borgarstjóra

Fundu tvö lík heima hjá fyrrum borgarstjóra