fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Umsátursástand í Nuuk í gær – Lögreglan beitti gasi til að yfirbuga vopnaðan mann

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 06:06

Grænlenska lögreglan rannsakar málið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umsátursástand var í Nuuk á Grænlandi síðdegis í gær og fram á kvöld. Þar hafði maður, vopnaður haglabyssu, haft í hótunum. Hann var í íbúð í einu hverfi bæjarins. Lögreglan lokaði stóru svæði og bað fólk um að halda sig fjarri.

Lögreglan reyndi klukkustundum saman að ræða við manninn og fá hann til að leggja vopnið frá sér og gefast upp. Þegar sú leið var fullreynd skaut lögreglan gasi inn í íbúðina til að þvinga hann út og tókst það.

Klukkan 21.26 var maðurinn, sem er 36 ára, handtekinn. Hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglunni. Hann hefur verið kærður fyrir hótanir gagnvart lögreglunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni