fbpx
Laugardagur 29.janúar 2022
Pressan

Komst að leyndarmáli sonarins – Það kostaði þau lífið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 06:01

Bart og Krista.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chandler Halderson leiddist ekki að gorta sig af afrekum sínum. Hann sagði foreldrum sínum að hann væri að ljúka verkfræðinámi við Madison Area Technical College (MATC) sem er þekktur og virtur skóli. Hann sagði þeim einnig að hann starfaði hjá American Family Insurance (AFI) og væri búinn að fá vinnu hjá SpaceX í Flórída en hann bjó í Wisconsin.

Hann notaði fölsk netföng til að senda tölvupósta sem virtust vera frá MATC og AFI. Með því tókst honum að blekkja foreldra sína og fá þá til að trúa að hann væri að segja satt.

En fyrir tilviljun komst faðir hans að sannleikanum í byrjun júní á síðasta ári um að Chandler væri hvorki í skóla né með vinnu. Hann ákvað að ræða þetta við Chandler sem brást við með því að myrða föður sinn og móður.

Nú er Chandler, sem er 23 ára, fyrir dómi ákærður fyrir að hafa myrt föður sinn og móður, að hafa hlutað lík þeirra í sundur, að hafa falið líkin og fyrir að bera ljúgvitni.

Saksóknari telur að hann hafi myrt foreldra sína þegar upp komst um lygar hans en Chandler er sagður hafa skotið föður sinn, Bart Halderson 50 ára, í bakið skömmu eftir að hann hafði komist að lygum sonarins. Bart lést skömmu eftir að Chandler skaut hann.

Chandler til vinstri og foreldrar hans til hægri.

Þegar móðir Chandler, Krista Halderson 53 ára, kom heim nokkrum klukkustundum síðar skaut Chandler hana einnig til bana. Því næst hlutaði hann líkin í sundur og flutti líkamshlutana á tvo staði til að reyna að fela þá. Þetta segir saksóknarinn í málinu en Chandler sér málið öðrum augum og segist ekki hafa komið nálægt því á neinn hátt að sögn Wisconsin State Journal.

Það var ekki fyrr en sex dögum eftir morðin sem Chandler tilkynnti um hvarf foreldra sinna. Hann sagði lögreglunni að þau hefðu ekki skilað sér heim úr sumarhúsferð til Dane County.

Sjö dögum eftir morðin fundust líkamsleifar Bart nærri sumarhúsinu. Chandler var handtekinn þennan sama dag.

Sex dögum síðar fundust líkamsleifar Krista við Wisconsin River.

Saksóknari segir að Bart hafi spurt Chandler af hverju hann ætti aldrei pening fyrst hann væri nú með vinnu eins og hann sagði. Í framhaldinu ræddi hann við starfsmann hjá MATC og komst að sannleikanum. Hann sagði Chandler frá því og var þá skotinn til bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Tryggja kaupir Consello
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvænt niðurstaða norskrar rannsóknar – Kórónuveiran var hugsanlega til staðar í Noregi 2019

Óvænt niðurstaða norskrar rannsóknar – Kórónuveiran var hugsanlega til staðar í Noregi 2019
Pressan
Fyrir 2 dögum

WHO fylgist vel með – Nýtt afbrigði af Ómíkron sækir í sig veðrið

WHO fylgist vel með – Nýtt afbrigði af Ómíkron sækir í sig veðrið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana í Norsborg

Skotinn til bana í Norsborg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Presturinn átti sér leyndarmál í kjallaranum

Presturinn átti sér leyndarmál í kjallaranum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænskur prestur fær reynslulausn – Dæmdur fyrir aðild að morði

Sænskur prestur fær reynslulausn – Dæmdur fyrir aðild að morði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skotárás í þýskum háskóla – Fjölmargir særðir

Skotárás í þýskum háskóla – Fjölmargir særðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ómíkron BA.2 ræður ríkjum í Danmörku – Er ástæða til að hafa áhyggjur?

Ómíkron BA.2 ræður ríkjum í Danmörku – Er ástæða til að hafa áhyggjur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn