fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Tjónið af völdum 10 dýrustu náttúruhamfara síðasta árs var 150 milljarðar evra

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. janúar 2022 07:30

Frá hamfarasvæðinu í Schuld í Þýskalandi síðasta sumar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem segir í nýrri skýrslu hjálparsamtakanna Christian Aid þá nam tjónið vegna tíu dýrustu náttúruhamfara nýliðins árs rúmlega 150 milljörðum evra. Tjónið jókst um 13% á milli ára.

Í skýrslunni er fjallað um flóð, gróður- og skógarelda og hitabylgjur en talið er að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi gert þessar hamfarir enn verri en ella.

Þessar tíu dýrustu hamfarir kostuðu að minnsta kosti 1.075 manns lífið og 1,3 milljónir hröktust frá heimilum sínum.

Mesta tjónið varð vegna fellibylsins Ida í Bandaríkjunum og flóðanna í Evrópu í júlí.

Á mörgum fátækum svæðum gerðu flóð og fellibyljir marga heimilislausa.

Í skýrslunni er sjónunum vegna hins efnahagslega tjóns aðallega beint að ríku löndunum en þar eru innviðirnir yfirleitt tryggðir og því auðveldara að gera tjónið upp. Það er ekki þar með sagt að fátæku ríkin hafi sloppið vel frá hamförum á síðasta ári en þau urðu fyrir nokkrum af verstu náttúruhamförum ársins sem voru afleiðingar loftslagsbreytinganna en þessi fátæku ríki hafa átt sáralítinn þátt í að valda þeim að því er segir í skýrslu Christian Aid.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt