Hann lét því gera DNA-próf til að ganga úr skugga um faðernið. Óhætt er að segja að niðurstaðan hafi komið á óvart því hún sýndi að maðurinn er faðir annars barnsins en hitt á annan föður. Opera.news skýrir frá þessu.
Í kjölfar niðurstöðunnar kom sannleikurinn í ljós. Konan hafði stundað kynlíf með tveimur mönnum sama daginn. Þrátt fyrir að líkurnar séu sáralitlar, þá varð hún barnshafandi eftir þá báða. Hún taldi að það væri ekki hægt.
Túlio Jorge Franco, fæðingarlæknir, sagði að þetta sé aðeins í tuttugasta sinn sem tilfelli um tvíbura með sitthvorn föðurinn hefur komið upp. Hann sagði að þetta geti gerst þegar tvö egg frá móðurinni séu frjóvguð af fleiri en einum manni. Börnin séu með erfðaefni móðurinnar.
Tvíburarnir eru nú sautján mánaða og við hestaheilsu.