fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Hörmulegur atburður – Slökkviliðsmenn misstu þunga konu þegar þeir voru að taka hana út um glugga

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 09:00

Þýskir slökkviliðsbílar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörmulegur atburður átti sér stað í Sinzing, sem er nærri Regensburg í austurhluta Bæjaralands, síðasta föstudagskvöld. Þar höfðu slökkviliðsmenn verið kallaðir á vettvang til að aðstoða sjúkraflutningsmenn við að koma 75 ára konu á sjúkrahús.

Ekki var hægt að koma konunni út úr húsinu eftir venjulegum leiðum en hún var í mikilli ofþyngd. Var því gripið til þess ráðs að reyna að koma henni út um þakglugga. Ætlunin var að setja hana í körfuna á körfubíl slökkviliðsins og slaka henni þannig niður á jörðina. Þetta höfðu bæði sjúkraflutningsmennirnir og slökkviliðsmennirnir gert áður þegar flytja þurfti konuna á sjúkrahús.

En þegar verið var að koma konunni út um gluggann misstu björgunarmennirnir takið á henni og hrapað hún marga metra til jarðar og lést.

Wolfgang Scheuerer, talsmaður slökkviliðsins, sagði í samtali við Bild svona atburður sé það síðasta sem björgunarmenn vilji að gerist, starf þeirra sé jú að aðstoða fólk og bjarga. Þetta sé mikill harmleikur.

Þeim sem var á vettvangi var boðin áfallahjálp og lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“