fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Skjaldbakan var týnd í 30 ár – Fannst á óvæntum stað – Síðan kom svolítið óvænt í ljós

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. júní 2022 17:00

Hér fannst Manuela. Mynd: Facebook/Joao Leomi Silva Nunes

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1982 hvarf skjaldbakan Manuela sporlaust en hún bjó hjá De Almeidas-fjölskyldunni. Rafvirkjar voru að störfum í húsinu þegar Manuela hvarf. Hún fannst ekki og fjölskyldan gaf upp alla von um að hún myndi finnast.

En 2013 fannst hún uppi á háalofti þegar verið var að ganga frá eigum látins ættingja. Þar hafði hún hafst við í rúm 30 ár. Daily Star skýrir frá þessu.

Nathalye De Almeida heyrði margar sögur um Manuela þegar hún var að alast upp en hún var 8 ára þegar Manuela hvarf. Það var móðir hennar sem átti Manuela og hélt mikið upp á hana.

Það var Nathalye sem fann skjaldbökuna þegar hún var að ganga frá eigum látins afa síns. Hún fann Manuela í gömlum trékassa, sprelllifandi eftir 30 ár uppi á háaloftinu.

Fjölskyldan hæstánægð með að Manuela var fundin. Mynd: Facebook/Joao Leomi Silva Nunes

 

 

 

 

 

 

 

 

„Við vorum í áfalli! Mamma fór að gráta því hún skildi þetta ekki. Við höfðum fundið Manuela,“ sagði Nathalye.

Fjölskylduna grunar að Manuela hafi lifað á termítalifrum.

Nú eru tæp 10 ár síðan Manuela kom í leitirnar og hefur hún það enn gott. En saga hennar var ekki öll sögð með því að hún kom í leitirnar því dýralæknir komst síðan að því að Manuela er karlkyns. Fjölskyldan breytti því nafni hennar og heitir skjaldbakan nú Manuel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn