fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Móðir þeirra var myrt í Uvalde – Faðir þeirra dó úr sorg – Nú er reynt að létta þeim lífið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 05:27

Irma og Joe Garcia. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stendur yfir fjársöfnun fyrir börn Irma Garcia sem var myrt í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku. Hún var kennari í skólanum. Í árásinni voru 19 börn skotin til bana og tveir fullorðnir.

Skömmu eftir ódæðisverkið lést Joe Garcia, eiginmaður Irma, af völdum hjartaáfalls en talið er að sorg hafi valdið því að hann fékk hjartaáfall og hafi sorgin því í raun orðið honum að bana.

Nú hefur vel á þriðju milljón dollara safnast handa börnum þeirra hjóna en þau láta eftir sig fjögur börn.

CNN segir að Debra Austin, frænka Irma, hafi hrundið söfnuninni af stað á GoFundMe. Þar skrifaði hún: „Irma var eiginkona, fjögurra barna móðir, systir, dóttir, frænka og dásamleg manneskja. Hún gerði bókstaflega allt fyrir alla. Hún elskaði skólabörnin og dó þegar hún reyndi að vernda þau.“

Markmiðið með söfnuninni var að safna 10.000 dollurum sem börnin áttu að fá til að mæta ýmsum kostnaði.

Þegar þetta var skrifað höfðu um 49.000 framlög borist og var heildarupphæðin komin í rúmlega 2,7 milljónir dollara.

Irma starfaði við kennslu í 23 ár. Hún og Joe höfðu verið par síðan á menntaskólaárunum. Þau láta eftir sig fjögur börn: CristianJoseLyliana og Alysandra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“