fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Tveggja ára pantaði 31 hamborgara eftir að móðir hans skildi símann eftir ólæstan

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. maí 2022 16:30

Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var Kelsey Golden, sem býr í Texas í Bandaríkjunum, að vinna við árbók skólans sem hún starfar hjá. Þetta gerði hún heima hjá sér. Hún var að færa myndir úr síma sínum yfir í tölvuna þegar tveggja ára sonur hennar, Barrett, byrjaði að „ýta“ á skjáinn.

CNN hefur eftir henni að honum finnist gaman að sjá sjálfan sig speglast í símanum og vilji það heldur en að spila tölvuleiki í honum eða gera eitthvað annað.

En Barrett horfði ekki bara á spegilmynd sína í þetta sinn. Hann byrjaði að ýta á skjáinn og sveifla símanum í kringum sig sagði hún.

Síðan bárust henni skilaboð frá DoorDash, sem er fyrirtæki sem hægt er að panta mat frá ýmsum veitingastöðum frá og fá sendan heim, um að það tæki lengri tíma en venjulega að afgreiða pöntun hennar. Hún var hissa á þessum skilaboðum því þótt hún panti stundum mat í gegnum DoorDash fyrir tvö eldri börn sín til að þau geti tekið með í nesti í skólann þá hafði hún ekki pantað fyrir þau þennan dag. Hún hafði smurt nesti fyrir þau.

Það jók enn á undrun hennar að hún fékk skilaboð frá samstarfsmanni sínum í skólanum að börnin hennar væru að borða nestið sitt í skólanum, ekki mat frá DoorDash.

„Þegar hún sagði þetta, var ég úti á pallinum að leika við Barrett. Bíl var þá ekið upp að húsinu og ég var hissa. Ég gekk því að bílnum og hún tók risastóran poka frá McDonalds út og sagði 31 ostborgari,“ sagði hún um samskipti sín við sendilinn.

Hún sagðist í fyrstu hafa haldið að sendillinn hefði farið húsvillt en síðan hafi hún áttað sig á að Barrett hafði verið að leika sér með símann hennar. „Ég fór og skoðaði símann minn og sá að pöntun hafði verið gerð þegar hann var að leika sér með hann,“ sagði hún.

Hún sagði að þessi pöntun hafi verið enn undarlegri af þeim sökum að enginn á heimilinu sé sérstaklega hrifinn af ostborgurum.

Hún skrifaði færslu á Facebook þar sem hún bauð fólki að koma og sækja sér ókeypis ostborgara. Góð viðbrögð voru við auglýsingunni og margir komu til að fá hamborgara. Hún gaf nágrönnum sínum einnig borgara.

Í heildina kostaði þetta 91,70 dollara sem er óvenjulega hátt verð fyrir 31 ostborgara en ástæðan er að Barrett var örlátur þegar kom að þjórfé og gaf 25%.

Hún sagðist ekki hafa átt von á að sagan færi á flug á Facebook en það gerði hún og nokkrum dögum eftir að Barrett pantaði borgarana var honum boðið í heimsókn á veitingastað McDonalds þar sem hann hitti starfsfólk, lukkudýr fyrirtækisins og borðaði kjúklinganagga.

Golden sagðist vona til að sagan verði fólki til ánægju: „Ég vona að hún dreifi smá húmor í dapurlegum, dökkum heimi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana