fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Unglingar eru forritaðir til að hunsa móður sína

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. maí 2022 15:00

Unglingar eru viðkvæmir fyrir áföllum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unglingur sem hlustar. Í eyrum margra mæðra hljómar það eflaust eins og fjarlægur draumur eða óskhyggja. Það er góð ástæða fyrir að unglingar hlusta ekki á móður sína. Þeir eru einfaldlega forritaðir til að hlusta ekki á hana.

Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Stanford háskóla sem hefur verið birt í The Journal of Neuroscience. Þær sýna að verðlaunasvæðið í heila unglinga tekur minna við sér þegar þeir heyra í móður sinni en alveg ókunnugri manneskju.

„Á sama hátt og kornabarn veit að það á að hlusta á rödd móður sinnar þá veit unglingur að það á að hlusta á nýjar raddir,“ segir Daniel Abrams, einn af höfundum rannsóknarinnar, að sögn Videnskab.

Þessi skortur á að hlusta á móður sína er góður hlutur að sögn vísindamannanna. Þeir telja að þetta sé merki um að heili unglinganna sé að þróa félagsfærni með sér. Þetta sé einhverskonar líffræðilegt rásmerki til að þeir geti bjargað sér sjálfir.

„Þetta er merki sem hjálpar unglingum með að eiga í samskiptum við umheiminn og tengjast öðru fólki böndum. Þetta gerir þeim kleift að virka félagslega utan fjölskyldu sinnar,“ segir Vinod Menon annar höfundur rannsóknarinnar.

Rannsóknin byggist á niðurstöðum fyrri rannsóknar sömu vísindamanna þar sem þeir komust að því að heili barna yngri en 12 ára bregst mjög jákvætt við rödd móður þeirra. Vísindamennirnir bættu 22 unglingum á aldrinum 13 til 16,5 ára við þessa rannsókn og komust að því að hjá þeim var rödd móðurinnar ekki höfð í eins miklum metum.

Þetta þýðir sem sagt að þegar unglingar hlusta ekki þá er það ekki endilega ögrun af þeirra hálfu. Það er kannski bara merki um vaxandi sjálfstæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi