fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Ný tíðindi í máli Anne-Elisabeth – Lögreglan sendi tilkynningu frá sér í morgun

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. maí 2022 06:48

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan sendi fréttatilkynningu frá sér í morgun með nýjum upplýsingum um mál Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf sporlaust frá heimili sínu í Lørenskog, sem er í útjaðri Osló, þann 31. október 2018. Ekkert hefur spurst til hennar síðan og telur lögreglan að hún hafi verið myrt. Rannsókn stendur enn yfir og er eiginmaður Anne-Elisabeth, Tom Hagen, með stöðu grunaðs í málinu.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að nú viti hún í raun allt um hótunarbréfið sem Tom fann í húsi þeirra hjóna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf.

Í bréfinu stendur að Anne-Elisabeth hafi verið rænt og að Tom verði að greiða 9 milljónir evra í rafmynt til að sjá hana aftur á lífi. Í því er honum einnig sagt að láta lögregluna ekki vita af málinu, það muni hafa alvarlegar afleiðingar. Einnig eru gefnar nákvæmar upplýsingar um hvernig hann eigi að setja sig í samband við mannræningjana. Bréfið hefur frá upphafi verið eitt mikilvægasta sönnunargagnið í málinu.

Heimili Hagen-hjónanna. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

 

Í tilkynningu lögreglunnar segir að hún viti nú nær allt um bréfið en svar hefur þó ekki fengist við tveimur mikilvægum spurningum. Þær eru: Hver skrifaði bréfið? Og: Hver prentaði það?

Fram kemur að bréfið hafi verið skrifaði í tölvu með Windows 10 eða 8 stýrikerfi. Í tölvunni hafi verið innbyggt skjákort, Intel HD Graphics 630.

Bréfið var líklega skrifað í WordPad fyrir Windows. Venjulegar stillingar voru notaðar hvað varðar línubil, spássíu og kaflaskipti.

Bréfið var prentað á pappír sem passar vel við Clas Ohlson ljósritunarpappír sem er framleiddur í Portúgal og er seldur af Clas Ohlson.

Bréfið var líklega prentað með Hewlett Packard blekprentara með HP 302 eða HP 304 blekhylkjum.

Bréfið var í hvítu C5 umslagi framleiddu af Mayert Kuvert í Þýskalandi 2017. Umslög frá þessum framleiðanda eru seld hjá Clas Ohlson.

Hvað varðar bréfritarann telur lögreglan langlíklegast að hann, eða þeir, séu með norsku sem móðurmál eða búi yfir góðri norskukunnáttu. Þær málfræðivillur, sem eru í bréfinu, eru taldar hafa verið gerðar viljandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar