fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Pressan

Ótrúleg bakteríubomba – Skiptir þú nógu oft um borðtusku?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. maí 2022 07:30

Ætli hún sé með áhyggjur af borðtuskunni? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi vel hefur það verið þumalputtaregla hjá mörgum að skipta eigi um borðtusku daglega. En það er ekki nóg að mati danskra heilbrigðisyfirvalda sem telja að ráðlegt sé að skipta oftar um borðtusku.

Ástæðan er að borðtuskur geta verið sannkallaðar bakteríusprengjur. Fólk þarf að gæta sérstaklega að því að skipta nógu oft um borðtuskur og taka mið af hvað hefur verið þurrkað með þeim hverju sinni.

Það að þurrka upp kaffiblett eða þurrka af matarborðinu eftir máltíð hefur ekki svo mikið að segja en öðru máli gegnir ef borðtuskan hefur verið notuð til að þurrka upp hrá egg, hrátt kjöt eða kjötsafa, hráan fisk eða grænmeti sem ekki var búið að þvo vel.

Ef þú þurrkar eitthvað af fyrrgreindu með borðtusku þá skaltu setja hana beint inn í þvottahúsið. Það á einnig að skipta um borðtusku daglega því blaut borðtuska í vaskinum er hrein paradís fyrir bakteríur en þær þurfa vatn til að geta fjölgað sér.

Hvað varðar þvott á borðtuskum þá á að þvo þær við minnst 60 gráður og helst 90 gráður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Blekkti eiginkonuna upp úr skónum

Blekkti eiginkonuna upp úr skónum
Pressan
Fyrir 1 viku

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
Pressan
Fyrir 1 viku

Biden ætlar að þrengja að tóbaksframleiðendum – Minna nikótín í vörunum

Biden ætlar að þrengja að tóbaksframleiðendum – Minna nikótín í vörunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa