fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Pressan

Systkinin eiga fjögur börn saman – Berjast fyrir því að sifjaspell verði ekki refsivert

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. maí 2022 22:00

Patrick og Susan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa verið aðskilin í 20 ár hittust systkinin Patrick Stuebing, þá 23 ára, og yngri systir hans, Susan Karolewski, á nýjan leik. Patrick hafði verið komið í fóstur á sínum tíma eftir að faðir hans réðst á hann. Sex mánuðum eftir að hann flutti aftur heim til fjölskyldu sinni byrjuðu hann og Susan að deila svefnherbergi en það gerðist í kjölfar andláts móður þeirra, Ana Marie.

Systkinin eru frá Þýskalandi. Susan er seinfær vitsmunalega séð. Saman eiga þau fjögur börn og eru tvö þeirra mjög mikið fötluð.

Árið 2001 hétu þau að knýja í gegn breytingar á þýskum lögum sem kveða á um að sifjaspell séu ólögleg. Árið 2012 fóru þau með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Í millitíðinni afplánaði Patrick tvo fangelsisdóma fyrir sifjaspell. Á þeim tíma sagði hann í samtali við Daily Mail að þau fyndu ekki til sektarkenndar vegna þess sem hefði gerst þeirra á milli en þau vildu lög sem afnæmu refsingar við sifjaspellum.

Patrick hafði áður átt í eðlilegu sambandi við konu að eigin sögn og áttaði sig að eigin sögn ekki á að þau væru að gera eitthvað rangt. „Við vissum ekki einu sinni að við værum að gera eitthvað rangt þegar við byrjuðum að sofa sama. Við hugsuðum ekki út í að nota smokk. Við vissum ekki að það væri ólöglegt að sofa saman. Móðir okkar hefði ekki samþykkt þetta en þau einu sem ættu að dæma okkur núna erum við sjálf,“ sagði hann.

Susan hefur varið samband þeirra og sagt að þau hafi ekki þekkst þegar þau voru að alast upp því bróðir þeirra hafi flutt að heiman eftir að faðir þeirra hafði ráðist á hann með hníf. „Við urðum ástfangin á fullorðinsaldri og ást okkar er sönn. Það er ekkert sem við getum gert við því. Við drógumst að hvort öðru og náttúran tók völdin. Svo einfalt var það. Hvað gátum við gert? Við fylgdum eðlishvöt okkar og hjörtum,“ sagði hún.

Patrick gekkst síðar undir ófrjósemisaðgerð til að knýja á hugarfarsbreytingu hjá dómstólum til að fá leyfi til að búa með systur sinni án þess að eiga á hættu að lenda enn einu sinni í fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum