fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Pressan

Raðmorðingi hefur verið á flótta í 23 ár – „Hann er mjög hættulegur“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. janúar 2022 07:00

Norman Volker Franz. Mynd:Þýska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1995 var Þjóðverjinn Norman Volker Franz dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir fimm morð. Tveimur árum síðar tókst honum að flýja úr fangelsi og síðan má segja að hann hafi verið á nánast stanslausum flótta.

Auk þess að myrða fólk var hann félagi í glæpagengi sem rændi banka, smyglaði sígarettum og seldi vopn.

Hann afplánaði dóminn í JVA Hagen-fangelsinu í Þýskalandi en slapp þaðan 1997 eftir að hafa sagað rimlana á klefa sínum í sundur. Fimm dögum síðar skaut hann öryggisvörð og stal peningum. Hann myrti einnig tvo aðra öryggisverði.

Þýskir lögreglumenn handtóku hann í Albufeira í Portúgal 1999 en honum tókst aftur að flýja með því að saga rimla á fangaklefanum í sundur. Eftir það spurðist ekkert til hans fyrr en á síðasta ári. Þá bárust upplýsingar um að hann hafi sést á Kyrrahafseyjunni Curacao. Mirror skýrir frá þessu.

Haft er eftir lögreglumanninum sem stjórnar leitinni að honum að Franz virðist vera kurteis og greindur. Hann geti auðveldlega heillað konur upp úr skónum og hann vilji ná markmiðum sínum sem eru að komast yfir peninga. Það skipti hann engu máli hvaða aðferð hann þurfi að beita til þess. „Hann er mjög hættulegur,“ sagði lögreglumaðurinn.

Í febrúar á síðasta ári var hann settur á lista Interpol og Europol yfir þá afbrotamenn sem stofnanirnar leggja mesta áherslu á að handsama. Í apríl sá þýskur ferðamaður mann á Curacao sem hann er fullviss um að sé Franz.

Þýska lögreglan hefur heitið 25.000 dollurum í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Stjörnufræðingar telja sig hugsanlega hafa numið merki um tilvist vitsmunavera utan jarðarinnar

Stjörnufræðingar telja sig hugsanlega hafa numið merki um tilvist vitsmunavera utan jarðarinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Læknar voru agndofa þegar þeir sáu hvað var í maga mannsins

Læknar voru agndofa þegar þeir sáu hvað var í maga mannsins
Pressan
Fyrir 1 viku

Fundu áður óþekktan hóp ísbjarna á „ómögulegum“ stað

Fundu áður óþekktan hóp ísbjarna á „ómögulegum“ stað
Pressan
Fyrir 1 viku

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Foreldrar hennar neyddu hana til að gefa barnið – 44 árum síðar gerðist svolítið frábært

Foreldrar hennar neyddu hana til að gefa barnið – 44 árum síðar gerðist svolítið frábært
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu