fbpx
Mánudagur 20.september 2021
Pressan

Af hverju þurfti hann að deyja? Hvað var hann að gera þarna aleinn seint að kvöldi?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. september 2021 05:59

Frá Kaupmannahöfn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað var 26 Sýrlendingur, sem bjó í Vanløse, að gera á Norðurbrú í Kaupmannahöfn um klukkan 23 á þriðjudagskvöldið? Af hverju var ráðist á hann og hann stunginn til bana? Þetta eru spurningar sem lögreglan í Kaupmannahöfn reynir að svara en skömmu fyrir klukkan 23 á þriðjudagskvöldið var fyrrnefndur Sýrlendingur myrtur á Hans Tavsens Gade á Norðurbrú.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og lögreglan veit ekki hvort einn eða fleiri voru að verki. Hún veit heldur ekki af hverju maðurinn var myrtur. Þetta hefur Ekstra Bladet eftir Bjarke Dalsgaard Madsen, sem stýrir rannsókninni.

Hann sagði að lögreglan vilji gjarnan heyra frá fólki sem sá eitthvað á vettvangi á þriðjudagskvöldið. Það gæti til dæmis verið rifrildi eða eitthvað sem virtist ekki grunsamlegt á þeim tímapunkti en gæti hafa skipt máli um atburðarásina. Hann sagði að lögreglan vilji einnig gjarnan heyra frá fólki sem sá fórnarlambið þetta kvöld eða er með upptökur úr eftirlitsmyndavélum.

Umfangsmikil vettvangsrannsókn lögreglunnar stóð yfir þar til síðdegis í gær en þá kom slökkviliðið að lokum og skolaði blóð í burtu og lauk vettvangsrannsókninni þar með.

Fórnarlambið var 26 ára sýrlenskur karlmaður sem hafði búið í Danmörku í um tíu ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ofát er ekki aðalástæða offitu segja vísindamenn

Ofát er ekki aðalástæða offitu segja vísindamenn
Pressan
Í gær

Ástralar sakaðir um að vera með kolsvarta samvisku í umhverfismálum

Ástralar sakaðir um að vera með kolsvarta samvisku í umhverfismálum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir handtekin í kjölfar þess að tvö börn hennar létu lífið – Gaf sig sjálf fram við lögreglu

Móðir handtekin í kjölfar þess að tvö börn hennar létu lífið – Gaf sig sjálf fram við lögreglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að bólusetning gegn kórónuveirunni hafi raskað tíðahring mörg þúsund kvenna en hann komist fljótt í rétt horf

Segir að bólusetning gegn kórónuveirunni hafi raskað tíðahring mörg þúsund kvenna en hann komist fljótt í rétt horf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullt morðmál tekur algjörlega nýja stefnu – Mæðgin myrt – Ungmenni létust – Morðtilraun

Dularfullt morðmál tekur algjörlega nýja stefnu – Mæðgin myrt – Ungmenni létust – Morðtilraun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað varð um hana? Hvarf sporlaust á ferðalagi með unnustanum og hann vill ekki segja mikið

Hvað varð um hana? Hvarf sporlaust á ferðalagi með unnustanum og hann vill ekki segja mikið