fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Pressan

Lést innan við mánuði eftir brúðkaupið – Heimilislæknirinn sagði að hún væri of ung til að fá brjóstakrabbamein

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 23. september 2021 22:00

Sinead ásamt eiginmanni sínum og fjölskyldu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sinead Richards, 31 ára gömul tveggja barna móðir frá Bretlandi, lést á dögunum úr brjóstakrabbameini. Í fyrra sagði læknir við hana að hún væri of ung til að vera með brjóstakrabbamein.

Sinead hafði fundið fyrir hnúð í brjóstinu sínu í lok ársins 2019 og ákvað nokkrum mánuðum síðan að láta heimilislækni skoða hnútinn og athuga hvort um krabbamein væri að ræða. Læknirinn sagði við Sinead að hún væri of ung til að fá brjóstakrabbamein og fór hún því áhyggjulaus heim.

Liam MdDonach, eiginmaður hennar, hvatti hana síðar til að láta skoða hnútinn aftur og í þetta skiptið almennilega. Við nánari skoðun komust læknar að því að Sinead var með fjórða stigs brjóstakrabbamein sem hafði dreift sér um allan líkama hennar. Þegar fólk greinist með krabbamein á þessu stigi er oft talað um að sjúkdómurinn sé ólæknandi og að hann muni leiða til dauða.

Sinead og Liam ákváðu að gifta sig þann 19. ágúst síðastliðinn en þau hafa verið saman síðan árið 2009. Þau eiga tvö börn saman, þau Paige, sem er 7 ára gömul, og Georgie, sem er 10 ára gömul. Sinead lést innan við mánuði eftir brúðkaupið.

Trúðu þessu ekki sjálf

Liam segir í samtali við The Yorkshire Evening Post að brúðkaupsdagurinn hafi verið yndislegur, þrátt fyrir krabbameinið. „Það voru allir brosandi allan daginn. Henni leið mjög illa en það sýnir virkilega hvernig hún var, hún barðist við að komast þangað. Hún kom sér þangað og það var það eina sem hana langaði að gera,“ segir Liam.

Hann segir andlát eiginkonu sinnar hafa haft gríðarleg áhrif á líf sitt og barna sinna. „Hún var mögnuð, hún var svo yndisleg manneskja. Engin sem hafði hitt hana gat sagt eitt slæmt orð um hana, allir elskuðu hana. Þetta er bara svo sorglegt,“ segir hann.

Liam segir þá að fólk á spítalanum hafi horft tvisvar þegar það sá þau á göngunum. „Þau trúðu því ekki hvað við vorum ung. Hún var bara 31 árs gömul, við trúðum þessu ekki sjálf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn skotinn í Helsingborg og sprenging í miðborginni

Einn skotinn í Helsingborg og sprenging í miðborginni
Pressan
Í gær

Hryllingsmínúturnar 34 í Kongsberg – Sá grunaði sagður hafa snúist til Íslamstrúar

Hryllingsmínúturnar 34 í Kongsberg – Sá grunaði sagður hafa snúist til Íslamstrúar
Pressan
Í gær

Frakkar krefja Breta um greiðslu fyrir að stöðva ferðir förufólks yfir Ermarsund

Frakkar krefja Breta um greiðslu fyrir að stöðva ferðir förufólks yfir Ermarsund
Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskir vísindamenn gera tilraunir með nýja meðferð við COVID-19

Danskir vísindamenn gera tilraunir með nýja meðferð við COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nancy Pelosi dregin úr kaþólskri messu í Róm af öryggisvörðum vegna bóluefnamótmæla

Nancy Pelosi dregin úr kaþólskri messu í Róm af öryggisvörðum vegna bóluefnamótmæla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rúmenska heilbrigðiskerfið ræður ekki við álagið vegna fjórðu bylgju kórónuveirunnar

Rúmenska heilbrigðiskerfið ræður ekki við álagið vegna fjórðu bylgju kórónuveirunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar hafi stolið uppskriftinni að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni

Segja að Rússar hafi stolið uppskriftinni að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leita að þeim sem drápu 14 friðaðar kengúrur

Leita að þeim sem drápu 14 friðaðar kengúrur