fbpx
Laugardagur 25.september 2021
Pressan

Virginia stefnir Andrew Bretaprins fyrir dóm

pressan
Föstudaginn 10. september 2021 19:28

Andrew prins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virginia Giuffre, 38 ára gömul kona sem staðhæfir að hún hafi verið neydd til kynmaka með Andrew bretaprins er hún var 17 ára, hefur stefnt honum fyrir rétt í einkamáli.

Virginia var undir ægivaldi  bandaríska auðkýfingsins og níðingsins Jeffrey Epstein, en Andrew var á meðal margra fyrirmenna sem Epstein vingaðist við. Virginia segir að Andrew hafi verið vel kunnugt um að hún væri þolandi í mansalshring Epstein er hann hafði mök við hana. Andrew neitar því hins vegar að hafa nokkurn tíma hitt Virginiu, hvað þá haft mök við hana. Þó hefur hann sést á ljósmynd með henni frá þeim tíma sem meint atvik á að hafa átt sér stað.

Lögfræðingar Virginiu afhentu lögreglumanni á vakt fyrir utan Windsor-höllina stefnuna. Ekki liggur fullkomlega fyrir hvort afhenda þurfi Andrew stefnuna í eigin persónu til að afhendingin sé gild, en ef svo er þá þarf hann að svara kæruliðum fyrir næstkomandi föstudag. Að sögn lögmanna Virginiu hefur allt verið gert til að koma skjölunum í hendur Andrew en hann lætur ekki ná í sig.

Heimildir: Mirror og Guardian

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr banvænn sjúkdómur staðfestur í Danmörku – Leggst aðallega á eldri menn

Nýr banvænn sjúkdómur staðfestur í Danmörku – Leggst aðallega á eldri menn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við hættu á risaflóðbylgju vegna eldgossins á La Palma – „Líkurnar á risaflóðbylgju hafa aukist“

Vara við hættu á risaflóðbylgju vegna eldgossins á La Palma – „Líkurnar á risaflóðbylgju hafa aukist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn umlykur dulúð dauða Dag Hammarskjöld

Enn umlykur dulúð dauða Dag Hammarskjöld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Í 29 ár grunaði engan neitt en þá gafst hann sjálfur upp

Í 29 ár grunaði engan neitt en þá gafst hann sjálfur upp