fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Bjóða tékkneskum konum bætur vegna ólöglegra ófrjósemisaðgerða

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. ágúst 2021 17:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku skrifaði Milos Zeman, forseti Tékklands, undir lög sem kveða á um að bætur skuli greiddar til kvenna sem voru gerðar ófrjóar án þess að hafa gefið samþykki fyrir slíkri aðgerð. Mörg hundruð konur voru blekktar, hótað eða mútað til að gangast undir ófrjósemisaðgerð frá 1966 til 2012. Meirihluti þeirra var af ættum Rómafólks.

Hverri konu verða boðnar sem svarar til 1,7 milljóna íslenskra króna í bætur. The Guardian skýrir frá þessu.

Starfsmenn félagsmálayfirvalda hótuðu konunum, blekktu þær eða greiddu þeim mútur fyrir að fara í ófrjósemisaðgerð. Ekki er vitað með vissu hversu margar þær voru en aðgerðarsinnar telja að þær hafi verið nokkur hundruð.

Hætt var að greiða konum fyrir ófrjósemisaðgerðir þegar stjórn kommúnista hrökklaðist frá völdum 1989. Eftir það voru konur blekktar til að skrifa undir samþykki fyrir slíkum aðgerðum áður en þær gengust undir keisaraskurð og stundum var þeim ekki sagt að þær hefðu verið gerðar ófrjóar í kjölfar barnsburðar. Öðrum var sagt að nauðsynlegt hefði verið að gera aðgerð á þeim til að bjarga lífi þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Í gær

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Í gær

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft á að þvo handklæði og sængurver?

Hversu oft á að þvo handklæði og sængurver?