fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Pressan

Fjórir lögregluþjónar hafa framið sjálfsvíg eftir árásina á þinghúsið – „Það sem við gengum í gegn um þennan dag tók verulega á“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 14:20

Bandaríkjaþing

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir lögregluþjónar frá Washington-borg Bandaríkjanna sem voru á vettvangi að bregðast við innrásinni á Bandaríkjaþing í upphafi árs frömdu sjálfsvíg í júlí. Þeir eru nú orðnir fjórir talsins. CNN fjallar um málið.

Gunther Hashida og Kyle DeFreytag voru mennirnir sem létust í júlí. Sá fyrrnefndi hafði starfað hjá lögreglunni frá árinu 2003, en hinn frá 2016. Lögreglan í Washington hefur sent fjölskyldum og vinum þeirra látnu samúðarkveðjur.

Hinir tveir sem létust vegna sjálfsvígs hétu Jeffrey Smith og Howard Liebengood. Báðir höfðu starfað hjá lögreglunni í meira en tíu ár.

Fleiri lögregluþjónar hafa látið lífið í kjölfar árásarinnar. Brian D. Sicknick fékk hjartaáföll og lést daginn eftir að hafa brugðist við árásinni

Meira en 550 einstaklingar hafa verið ákærðir í kjölfar árásarinnar. Í vitnaleiðslu í Bandaríska þinghúsinu í síðasta mánuði sagði lögreglustjórinn í Washington, Harry Dunn að lögregluþjónar ættu ekki að vera hræddir við að leita sér hjálpar.

„Ég vil nota tækifærið til að koma skilaboðum til annara lögreglumanna um tilfinningarnar sem þeir eru að finna fyrir eftir atburðina 6. Janúar. Það er hreinlega ekkert að því að leita sér hjálpar til fagaðila.“ sagði hann og bætti við: „Það sem við gengum í gegn um þennan dag tók verulega á. Ef þér líður illa, þá skaltu notfæra þér þá þjónustu sem er í boði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“
Pressan
Í gær

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný stofnun á að glíma við heimsfaraldra framtíðarinnar og þróa bóluefni hratt og örugglega

Ný stofnun á að glíma við heimsfaraldra framtíðarinnar og þróa bóluefni hratt og örugglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Of mikill frítími eykur ekki vellíðan fólks

Of mikill frítími eykur ekki vellíðan fólks