fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Hver er Abdul Ghani Baradar? – Helsta andlit Talíbana sem Trump sleppti úr fangelsi

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 21:40

Abdul Ghani Baradar að skrifa undir í Doha

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðan í Afganistan hefur líklega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með heimsfréttunum, en síðastliðinn sunnudag náðu Talíbanar völdum þar í landi. Helsti leiðtogi Talíbana er Haibatullah Akhundzada, en það er annar maður sem er helsta andlit þeirra og pólitískur stjórnandi. Það er Abdul Ghani Baradar. Því hefur verið kastað upp að hann verði næsti leiðtogi Afganistan.

Í sjónvarpsávarpi er varðaði fall Kabúl sagði Baradar að raunverulegt verkefni Talíbana væri rétt að byrja.

Fjallað er um Bardar í grein sem birtist í The Guardian, en þar er honum lýst sem óumdeilanlegum sigurvegara stríðsins í Afganistan sem varði í tuttugu ár. Hann var nefnilega látinn laus úr fangelsi í Pakistan fyrir minna en þremur árum síðan og það að beiðni Bandaríkjanna.

Kom að stofnun Talíbanahreyfingarinnar

Hann fæddist í Uruzgan-héraði árið 1968 og barðist ungur við Sóvétríkin í stríði sem þeir háðu í Afganistan á níunda áratug síðustu aldar. Eftir að Sovétmenn drógu herlið sitt frá landinu árið 1989 tók við borgarastyrjöld. Bardar kom þá á fót madrassa, sem er einskonar íslamskur skóli, ásamt Mohammad Omar, sem hafði verið liðsforingi hans í stríðinu. Saman stofnuðu þeir Talíbanahreyfinguna og fengu unga menn til að ganga til liðs við sig.

Árið 1996 náðu Talíbanar völdum í stærstum hluta Afganistan undir stjórn Mohammad Omar og með hjálp frá ISI, pakistönsku leyniþjónustunni. Talið er að Bardar hafi verið lykilmaður í ótrúlegum árangri Talíbananna og að herkænska hans hafi komið sér vel.

Á meðan Talíbanar voru við völd sinnti hann mikilvægum störfum og var meðal annars staðgengill varnarmálaráðherra þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan árið 2001.

Eftir yfirtöku Bandaríkjanna hélt Bardar áfram að starfa fyrir Talíbana. Ríkisstjórn Barracks Obama hafði talsvert meiri áhyggjur af honum en Bush-stjórnin. CIA, Leyniþjónusta Bandaríkjanna leitaði hans og fann hann árið 2010. Í kjölfarið var ISI fengin til þess að handtaka hann.

Sleppt úr fangelsi fyrir stuttu

Bardar sat í fangelsi í Pakistan til ársins 2018 þegar Donald Trump var orðinn Bandaríkjaforseti. Sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan bað Pakistana að láta Bardar lausan svo hann gæti hjálpað til við að semja um frið í Afganistan

Bardar skrifaði undir Doha-sáttmálann við Bandaríkin í febrúar í fyrra. Stjórn Trump talaði um að þar hafi unnist stór sigur í átt að friði í Afganistan en nú lítur sá samningur frekar út eins og stórt skref Talíbana í að ná aftur völdum.

Í samningnum kom fram að stjórnvöld í Kabúl og Talíbanar áttu að semja um úrlausn mála, í stað þess að berjast um hana. Svo virðist vera sem Talíbanar hafi hreinlega beðið eftir því að Bandaríkjamenn myndu yfirgefa landið, svo þeir gætu tekið það yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“