fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Breska veðurstofan með dökka spá um veðrið í júlí 2059

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stendur hið heimsfræga Wimbledonmót í tennis yfir í Englandi. Af því tilefni birti breska veðurstofan, The Met Office, veðurspá fyrir júlí 2059 á Twittersíðu sinni en þetta var gert í samvinnu við mótshaldara. Óhætt er að segja að spáin sé frekar slæm.

Samkvæmt spánni verður rúmlega 40 stiga hiti að degi til og næturhitinn verður um 25 gráður. Þetta kemur fram í myndbandi sem Met Office birti á Twitter. Áhersla er lögð á að hér sé ekki um raunverulega spá að ræða heldur líklega spá byggða á áframhaldandi loftslagsbreytingum.

Í myndbandinu talar veðurfræðingurinn Aidan McGivern um „spennandi fyrstu viku Wimbledon“ en getur þess að meðalhiti yfir 32 gráðum „sé farinn að taka á keppendur“ en bætir síðan við: „sem betur fer er þetta ekki raunveruleg spá. En þetta er vísbending um hvernig hitabylgjur í Bretlandi geta verið eftir 40 ár.“

Hann segir einnig að spáin byggist á sviðsmynd þar sem „mikil losun gróðurhúsalofttegunda“ mun eiga sér stað áfram. Þetta sé gert til að sýna áhrif losunarinnar á veðrið ef ekki verður dregið úr henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt