fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Pressan

Hryllingur í Charlotte – 13 ára stúlka skotin til bana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 06:59

Loyalti Allah.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn var Loyalti Allah, 13 ára, skotin til bana þar sem hún sat á bekk í Monroe, sem er í útjaðri Charlotte í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, og drakk gosdrykk.

Ekkert óeðlilegt var á seyði á svæðinu þar til stórum fjórhjóladrifsjeppa var ekið fram hjá. Rúðurnar voru skrúfaðar niður og fjölda skota skotið að Allah og vinkonu hennar. Allah lést en vinkona hennar slapp lifandi frá árásinni. People skýrir frá þessu.

Ekki er vitað af hverju skotið var á stúlkurnar en að skothríðinni lokinni var bifreiðinni ekið hratt á brott.

Á sunnudaginn handtók lögreglan fjóra menn á aldrinum 18 til 22 ára sem eru grunaðir um skotárásina. Einn þeirra, Javon Demontre Robinson 20 ára, sagði í yfirheyrslu hjá lögreglunni að honum þætti leitt að Allah hefði látist. „Það átti ekki að gerast,“ sagði hann að sögn People.

Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump reynir að stöðva birtingu skjala um árásina á þinghúsið í janúar

Trump reynir að stöðva birtingu skjala um árásina á þinghúsið í janúar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennurum í Texas skipað að bjóða upp á „aðrar skoðanir“ hvað varðar Helförina

Kennurum í Texas skipað að bjóða upp á „aðrar skoðanir“ hvað varðar Helförina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea rambar á barmi hungursneyðar

Norður-Kórea rambar á barmi hungursneyðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er fólkið sem er á leynilegum svörtum lista Facebook

Þetta er fólkið sem er á leynilegum svörtum lista Facebook
Pressan
Fyrir 4 dögum

Háttsettur landflótta Norður-Kóreumaður segir að hryðjuverk séu „pólitískt verkfæri“

Háttsettur landflótta Norður-Kóreumaður segir að hryðjuverk séu „pólitískt verkfæri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég held að það sé líf þarna úti“

„Ég held að það sé líf þarna úti“