fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Pressan

Látinn eftir að fíll traðkaði á honum – Sjáðu svakalegt myndband

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 21:00

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indlandsfíllinn er ein þriggja undirtegunda asíska fílsins en tegundin er næststærsta landdýr Jarðar, rétt á eftir frænda sínum, afríska fílnum. Tegundin er í mikilli útrýmingarhættu og hefur verið á lista þess efnis síðan árið 1986.

Íbúar í indversku þorpi á Golaghat-svæði lentu í því á dögunum að hjörð fíla gerði sér leið yfir veg hjá þeim. Ekki vildu þeir fá fílana inn í þorpið og því mynduðu þeir raðir sitt hvorum megin við fílana og fældu þá aftur inn í skóginn.

45 ára karlmaður að nafni Pachkal Mura var einn þeirra sem reyndu að fæla fílana í burtu. Við þetta áreiti frá íbúum þorpsins fældist einn fíllinn og byrjaði að hlaupa í átt að þorpsbúum. Pachkal datt þegar hann var að forða sér og reyndi að skríða frá fílnum.

Á meðan Pachkal lá á jörðinni hljóp fíllinn yfir hann og traðkaði á honum. Pachkal lést við þetta en um 100 manns látast í Indlandi á hverju ári af völdum fíla. Myndband náðist af atvikinu sem Parveen Kaswan, meðlimur IFS (Indian Foreign Servic), birti á Twitter-síðu sinni.

Myndbandið er ansi sláandi og alls ekki fyrir viðkvæma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Grikkir biðja ESB um stuðning til að verjast ágangi afganskra flóttamanna

Grikkir biðja ESB um stuðning til að verjast ágangi afganskra flóttamanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögðu hald á 1,5 tonn af kókaíni í lystisnekkju undan strönd Englands

Lögðu hald á 1,5 tonn af kókaíni í lystisnekkju undan strönd Englands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir komst að því að nýji nágranninn er dæmdur barnaníðingur – Hefur áhyggjur af dætrum sínum og veit ekki hvað skal gera

Faðir komst að því að nýji nágranninn er dæmdur barnaníðingur – Hefur áhyggjur af dætrum sínum og veit ekki hvað skal gera
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti hjásvæfu sína í miðju kynlífi – Læddist út frá eiginkonunni um miðja nótt

Myrti hjásvæfu sína í miðju kynlífi – Læddist út frá eiginkonunni um miðja nótt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlýjasti vetur sögunnar á Nýja-Sjálandi

Hlýjasti vetur sögunnar á Nýja-Sjálandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

James Webb geimsjónaukinn er loksins tilbúinn

James Webb geimsjónaukinn er loksins tilbúinn