fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Pressan

Texas hættir að kenna börnum að aðgerðir Ku Klux Klan hafi verið siðferðislega rangar

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 15:30

mynd/The Times

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Regla sem skyldaði kennara og höfunda kennsluefnis í Texas að kenna það að aðgerðir Ku Klux Klan í suðurríkinu hafi verið siðferðislega rangar var nýverið felld úr gildi af ríkisþingi Texas.

Miklar og háværar deilur hafa staðið undanfarin misseri um hvernig haga skuli sögukennslu, og þá sérstaklega hvað varðar þrælastríðið og samskipti hvítra og svartra í suðurríkjum Bandaríkjanna. Hafa stjórnmálaskýrendur gengið svo langt að gefa deilunni nafn: „Classroom culture wars,“ eða kennslustofu kúltúr stríðið.

Greinin sem um ræðir lifði reyndar ekki lengi í löggjöf ríkisins, en hún var samþykkt og undirrituð af ríkisstjóranum Greg Abbott í síðasta mánuði. Sem fyrr segir skyldaði greinin kennara og höfunda kennsluefnis til þess að koma sögulegu efni til skila á ákveðinn hátt. Áttu kennarar þannig að kenna sögu hugmynda um yfirburði hvíta kynstofnsins og þar með talið þrælahald, andstöðu við blöndun kynþátta og Ku Klux Klan hreyfinguna með ákveðnum hætti. Voru kennararnir skyldaðir til þess að koma efninu þannig til skila að þessi hugmyndafræði hafi verið siðferðislega röng.

The Times greindi frá.

Repúblikanir, sem sumir hverjir kusu með upphaflegu lögunum, segja nú að ákvæðið sé um leið of víðtækt og óskýrt. Nú vilja þeir koma öðruvísi ákvæði í gegn, en þingið í Texas er fast í pattstöðu vegna flótta þingmanna Demókrata úr ríkinu vegna deilna um umdeildar breytingar á kosningalögum. Andstæðingar breytingatillagnanna segja þær miða að því að takmarka rétt svartra til þess að kjósa.

Segja þeir þingmenn sem nú vinna að frumvarpi að nýjum lögum um sögukennslu í ríkinu, að réttara væri að sleppa því að tilgreina sérstaklega hvað eigi að kenna og hvernig, og leyfa kennurum í ríkinu að ákveða það, hver fyrir sig. Hefur The Times eftir Dan Patrick, aðstoðarríkisstjóra Texas að „foreldrar vilji að börnin þeirra læri að hugsa gagnrýnið, en ekki láta planta í sig vinstri hugmyndafræði sem segir að Bandaríkin eigi rætur sínar að rekja í rasisma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“
Pressan
Í gær

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný stofnun á að glíma við heimsfaraldra framtíðarinnar og þróa bóluefni hratt og örugglega

Ný stofnun á að glíma við heimsfaraldra framtíðarinnar og þróa bóluefni hratt og örugglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Of mikill frítími eykur ekki vellíðan fólks

Of mikill frítími eykur ekki vellíðan fólks