fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
Pressan

Feðgar fengu dóm fyrir að aðstoða við ævintýralegan flótta viðskiptamanns

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 19. júlí 2021 08:10

Carlos Ghosn nær enn að flýja réttvísina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir feðgar, fyrrum landgönguliðinn, Michael Taylor og sonur hans Peter fengu báðir fangelsisdóm fyrir að aðstoða Carlos Ghosn, fyrrum forstjóra Nissan, að flýja Japan með ævintýralegum hætti og sleppa undan réttvísinni. Michael var dæmdur í tveggja ára fangelsi en Peter hlaut 20 mánaða dóm.

Mál Ghosn hefur vakið mikla athygli um allan heim undanfarin ár en sætir ákæru í Japan fyrir fjármálamisferli og átti yfir höfði sér langan fangelsisdóm. Hann var handtekinn fyrst í nóvember 2018, meðal annars vegna gruns um að hafa lagt fram rangar upplýsingar um laun sín. Þá er hann sagður hafa notað fjármuni fyrirtækisins í eigin þágu, samtals rúmar 600 milljónir króna.

Ghosn var í stofufangelsi í Tókýó þar sem hann átti að vera undir ströngu eftirliti. Á gamlársdag var greint frá því að honum hefði tekist að flýja frá Japan og til Beirút í Líbanon þar sem hann á glæsihýsi.

Í frétt Wall Street Journal er látið að því liggja að eiginkona hans, Carole Ghosn, hafi spilað stórt hlutverk í að koma honum úr landi. Talið er að Ghosn hafi falið sig í kassa utan af stóru hljóðfæri, en kassinn var svo fluttur úr landi um borð í einkaflugvél. Talið er að vélin hafi haft viðkomu í Tyrklandi áður en hún lenti í Beirút í Líbanon.

Taylor-feðgarnir voru sakaðir af japönskum yfirvöldum um að hafa flutt hljóðfærakassann, með Ghosn, innanborðs, úr landi og þar með komið honum undan réttvísinni.

Feðgarnir voru handteknir í Bandaríkjunum í fyrra og voru síðan framseldir til Bandaríkjanna. Vörn þeirra byggðist á því að þeir hefðu verið plataðir af Ghosn til þess að hjálpa sér að flýja og að upphæðin sem þeir sannarlegu fengu greidda, rúmar 160 milljónir króna, hafi bara dugað fyrir útlögðum kostnaði.

Grét faðirinn Michael í réttarsal og sagðist vera staurblankur. Japanski dómstóllinn tók þó slíkar útskýringar ekki gildar og dæmdi feðgana í fangelsi eins og áður segir.

Talið er að forstjórinn fyrrverandi Ghosn haldi sig enn í Líbanon  en enginn framsalssamningur er milli landanna. Þar á hann glæsihýsi og lifir eflaust í vellystingum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf ellilífeyrisþega – Skelfileg uppgötvun á tjaldstæði

Dularfullt hvarf ellilífeyrisþega – Skelfileg uppgötvun á tjaldstæði
Pressan
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarna drepin fyrir framan barnið sitt

TikTok-stjarna drepin fyrir framan barnið sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullur sjúkdómur herjar en bara á einum stað í heiminum

Dularfullur sjúkdómur herjar en bara á einum stað í heiminum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrottalegt morðmál skekur Svíþjóð – Stjórnmálamaður handtekinn – Grunaður um að hafa sundurhlutað líkið

Hrottalegt morðmál skekur Svíþjóð – Stjórnmálamaður handtekinn – Grunaður um að hafa sundurhlutað líkið