fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Pressan

Fatlaður drengur í rusli eftir að honum var úthýst úr almenningsgarði – „Takk Chicago fyrir að græta barnið mitt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 17. júlí 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fatlaður drengur sat eftir í tárum í Chicago-ríki Bandaríkjanna eftir að öryggisvörður bað hann að yfirgefa almenningsgarðinn Millennium Park, því öðrum börnum stæði ógn af dregnum.

Jordan Block er tíu ára gamalla og glímir við alvarlegan taugahrörnunarsjúkdóm og notast við hjólastól.  Umræddur dagur var fallegur sumardagur og í Millenium garðinum eru gosbrunnar sem gestir nýta til að kæla sig niður. Jordan vildi gera slíkt, líkt og hann hefur áður gert.

Þá kom öryggisvörður upp að honum og fjölskyldu hans og bað hann um að yfirgefa svæðið. Móðir Jordans, Megan Block vakti athygli á málinu á Facebook.

„Hér fær barnið mitt ekki að kæla sig niður á þessum sjóðheita degi því hjólastóllinn hans er bannaður. Öryggisvörður sagði okkur að færa okkur burt frá vatninu því að tíu ára barnið mitt væri öryggishætta. Ef annað barn myndi hlaupa á hann og meiða sig þá yrði það vandamál. hvað með þetta. Hvað með að útiloka ekki fötluð börn frá hlutum, hvað með að fylgjast frekar með ykkar eigin börnum svo þau hlaupi ekki á mitt barn sem kann að keyra stólinn sinn. Takk Chocago fyrir að græta barnið mitt í dag“

Í kjölfarið fór fjölskyldan í viðtal hjá ABC og þar sagði Jordan að hann hefði orðið mjög hryggur  þegar öryggisvörðurinn hafði afskipti af honum. Að aka hjólastólnum í gegnum gosbrunninn sé eitt af því fáa sem hann geti gert til að kæla sig niður og hafði líka gert það áður.

„Mér fannst ég vera skilinn útundan. Ég vil ekki að þetta komi fyrir aðra. Ég vil að þetta sé sanngjarnt fyrir alla. Ég hef verið hér áður og getað gert þetta.“

Talsmaður Millenium garðsins segði í samtali við fréttamiðla að um einangrað tilvik hafi verið að ræða og búið sé að ræða það við umræddan öryggisvörð.

„Okkur þykir leitt að heyra af reynslu Jordans frá Millenium garðinum og við höfum sett okkur í samband við fjölskylduna til að biðjast afsökunar. Millenium garðurinn var hannaður til að vera aðgengilegur öllum og aðgengi er eitt mikilvægasta kjörorð okkar.“

Frétt The Sun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsfólk bandaríska alríkisins verður að láta bólusetja sig eða fara reglulega í sýnatöku

Starfsfólk bandaríska alríkisins verður að láta bólusetja sig eða fara reglulega í sýnatöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpaði leyndarmál föður síns – Nú er hún dáin

Afhjúpaði leyndarmál föður síns – Nú er hún dáin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðherra segist ekki hafa efni á því að búa í höfuðborginni

Ráðherra segist ekki hafa efni á því að búa í höfuðborginni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kóreuríkin hafa komið upp sambandi sín á milli á nýjan leik

Kóreuríkin hafa komið upp sambandi sín á milli á nýjan leik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verð á kaffi snarhækkar

Verð á kaffi snarhækkar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prófessor segir að hugsanlega þurfi að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefni í haust

Prófessor segir að hugsanlega þurfi að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefni í haust
Pressan
Fyrir 4 dögum

Setti hnetusmjör á kynfæri sín og lét hundinn sleikja það

Setti hnetusmjör á kynfæri sín og lét hundinn sleikja það
Pressan
Fyrir 4 dögum

Parið sem kveikti skógareld með kynjaveislu ákært fyrir manndráp

Parið sem kveikti skógareld með kynjaveislu ákært fyrir manndráp