fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Sádi-Arabar skrúfa niður hljóðstyrkinn í bænaköllum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. júní 2021 14:00

Moska í Mekka í Sádi-Arabíu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framvegis má hljóðstyrkurinn, þegar kallað er til bæna í moskum í Sádi-Arabíu, aðeins vera þriðjungur þess sem hann hefur verið fram að þessu.  Ráðuneytið íslamskra málefna tilkynnti þetta í síðustu viku. Þetta hefur vakið mikla athygli því margir af heilögustu stöðum íslamskrar trúar eru í Sádi-Arabíu.

Ráðherra íslamskra málefna segir að ákvörðunin hafi verið tekin vegna fjölda kvartana yfir hávaða frá bænaköllunum. Meðal annars frá foreldrum sem voru ósáttir við að svefn barna þeirra var truflaður með bænaköllum.

Bannið hefur einnig í för með sér að aðeins má nota hátalara á moskum til að kalla til bæna en ekki til að útvarpa heilu prédikununum.

Íhaldssamir múslimar eru mjög ósáttir við þetta en ráðherrann vísaði gagnrýni þeirra á bug og sagði: „Þeir sem vilja biðja þurfa ekki að bíða eftir að kallað sé til bæna. Þeir ættu að vera við moskuna áður en til þess kemur,“ sagði hann. Hann benti einnig á að prédikanir og upplestur úr Kóraninum sé sýndur á mörgum sjónvarpsstöðvum og því sé þörfin fyrir hátalarana takmörkuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“