fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Kínverjar ætla að leyfa hjónum og pörum að eignast þrjú börn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. júní 2021 10:30

Frá Kína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er langt síðan að kínversk pör og hjón máttu aðeins eignast eitt barn en þessi regla var sett til að halda aftur af fólksfjölguninni í landinu. En nú ætlar kommúnistaflokkurinn að breyta þessu og heimila pörum og hjónum að eiga þrjú börn að hámarki. Kínverskir ríkisfjölmiðlar skýrðu frá þessu í síðustu viku.

Ákvörðunin um þetta var tekin í stjórnmálanefnd kommúnistaflokksins en ekki liggur fyrir hvenær hún tekur gildi. Xinhua, ríkisfréttastofan, segir að ákvörðunin sé tekin til að bregðast við hækkandi meðalaldri þjóðarinnar. Xi Jinping, forseti, er formaður stjórnmálanefndarinnar.

Fyrir fimm árum var lögum breytt og fólki heimilað að eignast tvö börn. Það varð til þess að fæðingum fjölgaði en aðeins um skamma hríð og síðan hefur þeim farið fækkandi.

Sérfræðingar segja að eftir fjörutíu ár með þá reglu að aðeins mætti eignast eitt barn hafi stór hluti þjóðarinnar vanist því að samfélagið sé byggt upp á litlum fjölskyldum.

Kínverjar eru nú um 1,4 milljarðar en færri fæðingar og hækkandi meðalaldur skapa vandamál. Samkvæmt síðasta manntali eru um 264 milljónir landsmanna 60 ára eða eldri. Það þýðir að tæplega fimmti hver landsmaður er 60 ára eða eldri.

Kommúnistaflokkurinn greip nýlega til aðgerða til að reyna að fá fólk til að eignast fleiri börn. Fólki hefur verið gert erfiðara fyrir með að skilja í þeirri von að það auki áhuga þess á að búa til börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Í gær

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn