fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Pressan

Evrópubúar hafa hamstrað peningaseðla í heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. júní 2021 15:30

Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópskar peningaprentvélar stóðu ekki ónotaðar á síðasta ári ef miða má við mikla ásókn fólks í reiðufé. Evrópski seðlabankinn, ECB, telur að fólk geymi nú mikið magn af seðlum heima hjá sér. Ástæðan er heimsfaraldur kórónuveirunnar.

Það sama gerðist í kringum aldamótin þegar líkur voru taldar á að tölvukerfi heimsins myndu hrynja því tölvur gætu ekki ráðið við að ártalið breyttist úr 99 í 00. Þetta gerðist síðan aftur í tengslum við fjármálakreppuna 2008 og svo núna þegar heimsfaraldurinn skall á.

Í greiningu ECB kemur fram að eftirspurn eftir seðlum hafi aukist í faraldrinum. Hún er sögð hafa snaraukist á vormánuðum 2020 og hafi síðan verið mikil það sem eftir lifði árs.

Fram kemur að í desember 2018 og 2019 hafi bankinn prentað evruseðla fyrir andvirði 61 milljarðs. Í desember 2020 var prentað fyrir andvirði 141 milljarðs. Á sama tíma hefur streymi seðla inn og út úr seðlabönkum í álfunni dregist saman. Telur bankinn þetta benda til að eftirspurnin eftir seðlum byggist á varúðarráðstöfunum almennings vegna óvissuástands.

Allir þessir seðlar hafa ekki verið notaðir til að greiða fyrir vörur og þjónustu og liggja því væntanlega á heimilum fólks en um helmingur þeirra er talinn enda í löndum þar sem lítið traust er á gjaldmiðli heimalandsins og fólk kaupi sér því evrur til að tryggja sig.

Útreikningar ECB sýna að hver fullorðinn íbúi á evrusvæðinu sé nú með á milli 1.270 og 2.310 evrur heima hjá sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjögur ár í sviðsljósinu – Hvar er Melania núna?

Fjögur ár í sviðsljósinu – Hvar er Melania núna?
Pressan
Í gær

Nú beinast spjótin að henni – Veit „Leðurblökukonan“ eitthvað um uppruna kórónuveirunnar?

Nú beinast spjótin að henni – Veit „Leðurblökukonan“ eitthvað um uppruna kórónuveirunnar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hluti heila hans var numinn á brott – Finnur ekki lengur til ótta

Hluti heila hans var numinn á brott – Finnur ekki lengur til ótta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur að hugsanlega sé ekki hægt að snúa þróuninni á Norðurskautinu við

Telur að hugsanlega sé ekki hægt að snúa þróuninni á Norðurskautinu við
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þjóðverjar loka skjalageymslum Stasi

Þjóðverjar loka skjalageymslum Stasi
Pressan
Fyrir 4 dögum

49 þýskir lögreglumenn afhjúpaðir – Virkir á spjallrásum öfgahægrimanna

49 þýskir lögreglumenn afhjúpaðir – Virkir á spjallrásum öfgahægrimanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tesla mun aftur taka við bitcoin þegar hreinni orka verður notuð við vinnslu þess

Tesla mun aftur taka við bitcoin þegar hreinni orka verður notuð við vinnslu þess
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Maður myrti fyrrverandi eiginkonu og bróður hennar

Hryllingur í Þýskalandi – Maður myrti fyrrverandi eiginkonu og bróður hennar