fbpx
Miðvikudagur 28.júlí 2021
Pressan

Sjónvarpsþulur rauf útsendingu til að tilkynna að henn hefði ekki fengið útborgað – „Við erum manneskjur, við verðum að fá borgað“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsfréttaþulur í Zambíu rauf útsendingu til að segja áhorfendum frá því að hann hefði ekki fengið útborgað og ekki heldur vinnufélagar hans. „Við erum manneskjur,við verðum að fá borgað,“ sagði hann. Fréttavefurinn Metro greindi frá.

Það var síðastliðið laugardagskvöld sem fréttaþulurinn Kabinda Kalimina var að lesa fréttir kvöldsins er hann stöðvaði skyndilega lesturinn og kom með þessa sérstæðu tilkynningu.

Rétt eftir að Kalimina hafði flutt þessa yfirlýsingu sína var klippt frá fréttasettinu og yfir í upphafsstef fréttatímans.

Framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar sakar Kalimina um að hafa verið drukkinn í útsendingu. Hefur hann fordæmt fréttamanninn í Facebook-færslu. Í sömu tilkynningu hrósaði hann öðrum á ritstjórn fréttastofunnar og sagði hópinn vera afar hæfileikaríkan og fagmannlegan. Þess vegna hefði hegðun Kalimina verið úr takti við það sem tíðkast hjá þessum hópi.

Kalimina varði hegðun sína á Facebook og sagði að þó að fréttamenn væru hræddir við að tala þá ættu þeir samt að gera það. Ekki hafa fengist svör frá sjónvarpsstöðinni við ásökunum Kalimina um að ekki hafi verið greidd út laun.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bandaríkin kaupa 200 milljónir skammta af bóluefni Pfizer til viðbótar

Bandaríkin kaupa 200 milljónir skammta af bóluefni Pfizer til viðbótar
Pressan
Í gær

Segja að breska ríkisstjórnin hafi sólundað tugum milljarða í heimsfaraldrinum

Segja að breska ríkisstjórnin hafi sólundað tugum milljarða í heimsfaraldrinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Typpi í klemmu – Kalla varð slökkvilið á sjúkrahúsið

Typpi í klemmu – Kalla varð slökkvilið á sjúkrahúsið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg skilaboð voru skrifuð á bringu hins myrta

Óhugnanleg skilaboð voru skrifuð á bringu hins myrta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Japanar hafa miklar áhyggjur af stöðu Taívan

Japanar hafa miklar áhyggjur af stöðu Taívan
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýtt stefnumótaapp á markaðinn í Íran

Nýtt stefnumótaapp á markaðinn í Íran