fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
Pressan

Harmleikur í barnaafmæli – Ung börn særð eftir skotárás í Kanada

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 20. júní 2021 11:00

Toronto

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skotárás átti sér stað í borginni Toronto, Kanada í gærkvöld. Þrjú börn og einn fullorðinn særðust í henni, en alls voru fimm fluttir á sjúkrahús. Vettvangur árásarinnar var afmæli sem fram fór utandyra, en verið var að halda upp á eins árs afmæli ungabarns. Frá þessu greina Kanadískir miðlar.

Börnin sem eru særð eru: eins árs, fimm ára og ellefu ára gömul. Eitt þeirra er sagt í lífshættu, og annað alvarlega slasað. Sá fullorðni var karlmaður á þrítugsaldri.

Lögreglan í Toronto hefur greint frá því að nokkurra árásarmanna sé leitað, en að litlar upplýsingar væru til um þá eða ástæðu árásarinnar. Lögreglan hefur gefið út að í raun lýti út fyrir að árásin hafi ekki verið skipulögð til að særa þetta tiltekna fólk. Málinu er lýst af lögreglu sem gríðarlegum harmleik.

Þá er biðlað til borgarbúa að miðla öllum mögulegum upplýsingum til lögreglu hafi það þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt stefnumótaapp á markaðinn í Íran

Nýtt stefnumótaapp á markaðinn í Íran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa fundið ummerki eftir loftsteininn sem drap risaeðlurnar

Hafa fundið ummerki eftir loftsteininn sem drap risaeðlurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eftirlifendur frá Útey fá morðhótanir og hatursskilaboð – „Synd að Breivik miðaði ekki betur“

Eftirlifendur frá Útey fá morðhótanir og hatursskilaboð – „Synd að Breivik miðaði ekki betur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

COVID-19 sjúklingur dulbjó sig sem konu til að geta ferðast flugleiðis

COVID-19 sjúklingur dulbjó sig sem konu til að geta ferðast flugleiðis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svíar hyggjast þyngja refsingar yfir ungmennum

Svíar hyggjast þyngja refsingar yfir ungmennum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann er einn áhrifamesti andstæðingur bólusetninga í Bandaríkjunum

Hann er einn áhrifamesti andstæðingur bólusetninga í Bandaríkjunum