fbpx
Sunnudagur 13.júní 2021
Pressan

Falið að rannsaka viðbrögð Pentagon við tilkynningum um fljúgandi furðuhluti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 22:00

Skjáskot úr myndbandi frá Bandaríkjahers af óþekktum fljúgandi hlut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérstakur eftirlitsmaður með starfsemi bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, ætlar að rannsaka viðbrögð ráðuneytisins við tilkynningum og skýrslum um óþekkta fljúgandi furðuhluti, UFO.

Tilkynnt var um þetta á mánudaginn að sögn CNN. Fram kemur að markmiðið með rannsókninni sé að kortleggja hvernig Pentagon hefur brugðist við málum tengdum óþekktum fljúgandi furðuhlutum.

Tæpur mánuður er síðan Pentagon staðfesti að myndir og myndbönd, sem sjóliðar tóku 2019, séu ósvikin en á þeim sjást þríhyrndir hlutir sem blikka og hreyfast hratt í loftinu. Aðrar upptökur frá hermönnum sýna þrjá hluti fljúgandi hluti sem eru í laginu eins og kúla, akarn og loftfar úr málmi.

Í júní eiga leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna og aðrar stofnanir að afhenda þinginu skýrslu um óþekkta fljúgandi furðuhluti. Leynd á ekki að hvíla yfir skýrslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unnustinn fékk bílinn lánaðan og ók of hratt – Bíllinn gerður upptækur til ríkisins

Unnustinn fékk bílinn lánaðan og ók of hratt – Bíllinn gerður upptækur til ríkisins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti eiginkonuna um borð í skemmtiferðaskipi – Farþegarnir héldu að um skemmtiatriði væri að ræða

Myrti eiginkonuna um borð í skemmtiferðaskipi – Farþegarnir héldu að um skemmtiatriði væri að ræða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skar fingur af viðskiptavini í sjoppu og sló afgreiðslumanninn

Skar fingur af viðskiptavini í sjoppu og sló afgreiðslumanninn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný sjúkdómseinkenni tengd Deltaafbrigði kórónuveirunnar – Kolbrandur og heyrnartap

Ný sjúkdómseinkenni tengd Deltaafbrigði kórónuveirunnar – Kolbrandur og heyrnartap
Pressan
Fyrir 4 dögum

Aiden var drepinn fyrir framan móður sína – Nú eru ný tíðindi í málinu

Aiden var drepinn fyrir framan móður sína – Nú eru ný tíðindi í málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandarísk yfirvöld léku á tölvuþrjóta og náðu milljónum dollara frá þeim

Bandarísk yfirvöld léku á tölvuþrjóta og náðu milljónum dollara frá þeim