fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Falið að rannsaka viðbrögð Pentagon við tilkynningum um fljúgandi furðuhluti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 22:00

Skjáskot úr myndbandi frá Bandaríkjahers af óþekktum fljúgandi hlut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérstakur eftirlitsmaður með starfsemi bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, ætlar að rannsaka viðbrögð ráðuneytisins við tilkynningum og skýrslum um óþekkta fljúgandi furðuhluti, UFO.

Tilkynnt var um þetta á mánudaginn að sögn CNN. Fram kemur að markmiðið með rannsókninni sé að kortleggja hvernig Pentagon hefur brugðist við málum tengdum óþekktum fljúgandi furðuhlutum.

Tæpur mánuður er síðan Pentagon staðfesti að myndir og myndbönd, sem sjóliðar tóku 2019, séu ósvikin en á þeim sjást þríhyrndir hlutir sem blikka og hreyfast hratt í loftinu. Aðrar upptökur frá hermönnum sýna þrjá hluti fljúgandi hluti sem eru í laginu eins og kúla, akarn og loftfar úr málmi.

Í júní eiga leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna og aðrar stofnanir að afhenda þinginu skýrslu um óþekkta fljúgandi furðuhluti. Leynd á ekki að hvíla yfir skýrslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“