fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
Pressan

Laug um mannránstilraun til að fá fleiri fylgjendur

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 3. maí 2021 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katie Sorensen, íbúi í Kaliforníu-fylki í Bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir að hafa logið því að hjónin Sadie og Eddie Martinez hafi reynt að ræna börnum hennar.

Katie birti myndband á Instagram-síðu sinni þar sem hún sakaði hjónin um mannránstilraun.

„Börnin mín voru fórnarlömb mannránstilraunar sem er svo skrítinn hlutur að tala um, en það gerðist og ég vil deila þeirri sögu með ykkur,“ sagði Katie áður en hún hringdi í lögregluna.

Hún er ákærð fyrir að gefa lögregluþjóni falskar upplýsingar, sem og starfsmanni hjá neyðarlínunni, en hún hélt því fram að hjónin hefðu elt sig og börnin hennar á meðan þau voru að versla. Hún sagði að þegar hún hafi farið með börnin aftur út í bíl hafi þau beðið við bílinn á meðan hún kom þeim fyrir í honum.

Katie hélt því einnig fram að Eddie hafi reynt að grípa í kerruna en á sama tíma hafi gangandi vegfarandi labbað framhjá og hún byrjað að öskra. Þá átti Eddie að hafa labbað í burtu og Katie keyrt af stað.

Katie er sökuð um rasisma en Eddie og Sadie eru af rómönskum Amerískum uppruna. Hún lýsti útliti þeirra við lögreglu og þegar farið var yfir öryggismyndavélar úr versluninni þá staðfesti hún að þau væru sökudólgarnir.

Instagram-síðan sem Katie birti myndbandið á hefur verið lokað en 4,5 milljón manns náðu að sjá myndbandið áður en því var eytt. Katie fékk 80 þúsund fleiri fylgjendur eftir myndbandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Spáir því að Bretland verði laust við kórónuveiruna í ágúst

Spáir því að Bretland verði laust við kórónuveiruna í ágúst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ógnþrungið ástand í smáþorpi í Wales eftir hvarf 18 ára unglings – Hvar er Frankie?

Ógnþrungið ástand í smáþorpi í Wales eftir hvarf 18 ára unglings – Hvar er Frankie?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur líklegt að til stríðs komi á milli Bandaríkjanna og Kína – „Það er framtíð lýðræðisins sem er að veði, ekkert minna“

Telur líklegt að til stríðs komi á milli Bandaríkjanna og Kína – „Það er framtíð lýðræðisins sem er að veði, ekkert minna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bólusetningum í Bandaríkjunum fer fækkandi – Stór hópur er hikandi

Bólusetningum í Bandaríkjunum fer fækkandi – Stór hópur er hikandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Melinda hafði samband við lögmann eftir að upp komst að Bill hitti barnaníðinginn

Melinda hafði samband við lögmann eftir að upp komst að Bill hitti barnaníðinginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegt ástand á Indlandi – Starfsfólk í líkbrennslum og grafreitum trúir ekki dánartölum yfirvalda

Skelfilegt ástand á Indlandi – Starfsfólk í líkbrennslum og grafreitum trúir ekki dánartölum yfirvalda