fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Ný uppfinning – Getur greint COVID-19 og fleiri banvæna sjúkdóma á nokkrum mínútum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. maí 2021 08:00

COVID-19 sýni rannsökuð. Mynd:EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teymi hugvitsmanna, undir forystu ítalans Marco Donolato, sem starfar í Kaupmannahöfn hefur verið tilnefnt til European Inventor Award 2021 í flokknum rannsóknir. Teymið er tilnefnt fyrir uppfinningu á tæki sem getur greint smitsjúkdóma á borð við COVID-19, beinbrunasótt og aðra sjúkdóma, sem geta verið banvænir, á nokkrum mínútum. Talið er að uppfinningin geti bjargað milljónum mannslífa í fátækustu ríkjum heims. Ekki skemmir fyrir að tækið er hræódýrt en það kostar sem svarar til um 50 íslenskra króna.

Um er að ræða tæki sem notar geislalesara, svipað þeim sem eru í Bluray spilurum, sem með lasergeisla til að „sjá“ í gegnum blóðdropa og bera kennsl á mótefnisvaka eða mótefni gegn veirum á borð við beinabrunasótt, zikaveiru og fleiri. Greiningin tekur innan við 15 mínútur.

Í maí kemur ný og bætt útgáfa af tækinu á markað en með henni er einnig hægt að greina mótefni gegn COVID-19 og tekur það tækið sex mínútur að greina hvort mótefni gegn COVID-19 er í blóðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar