fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Ný sönnunargögn gegn manninum sem grunaður er um að hafa myrt Madeleine McCann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 10:58

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný sönnunargögn gegn Christian Brückner, manninum sem grunaður er um að hafa myrt stúlkubarnið Madeleine McCann, vorið 2007, hafa nú komið fram. Eru þau sögð mjög veigamikil.

Madeleine hvarf úr hótelíbúð í Algarve í Portúgal vorið 2007 er foreldrar hennar, bresk læknahjón, sátu að snæðingi á veitingastað rétt hjá. Gerðist þetta rétt fyrir fjögurra ára afmælisdag stúlkunnar.

Þjóðverjinn Christian Brückner var þá búsettur á svæðinu. Hann situr nú í fangelsi í Þýskalandi og afplánar dóma fyrir kynferðisbrot. Í fyrrasumar lýsti þýska lögreglan því yfir að hún hefði Brückner grunaðan um að vera valdur að hvarfi barnsins. Jafnframt sagði lögreglan að hún teldi að Madeleine litla væri dáin.

Allar götur síðan hafa Þjóðverjarnir reynt að safna sönnunargögnum gegn Brückner en það hefur gengið hægt og ekki hefur komið nægilega mikið fram til að hægt væri að ákæra hann fyrir glæpinn.

Christian Brückner – Youtube-skjáskot

Núna eru hins vegar komin fram ný sönnunargögn gegn honum sem eru sögð vera mjög veigamikil. Frá þessu greinir saksóknarinn Hans Christian Wolters í viðtali við berska miðilinn The Sun. Wolters segist því miður ekki geta gefið upp hver sönnunargögnin eru. Ekki sé um réttarlæknisfræðileg gögn að ræða heldur mjög sterk óbein sönnunargögn. Wolters segir enn fremur:

„Við höfum ávallt staðhæft að maðurinn sem grunurinn beinist helst að í málinu hafi framið glæpinn og við erum ekki að leita að neinum öðrum sakborningum. Við höfum ekki fundið nein gögn sem benda til þess að hann sé ekki sekur um þennan glæp en ég má ekki fara út í smáatriði.“

Wolters segir bjartsýnn á að málið verði leyst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk