fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Frakkar breyta um stefnu og ætla að bólusetja eldra fólk með bóluefni AstraZeneca

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 06:55

Bóluefni gegn kórónuveirunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram að þessu hafa Frakkar ekki viljað bólusetja fólk 65 ára og eldra með bóluefninu frá AstraZeneca. Ástæðan er að ekki þykja liggja fyrir nægilega góðar upplýsingar um virkni bóluefnisins á eldra fólk. En nú hafa frönsk heilbrigðisyfirvöld breytt um stefnu og ætla að heimila bólusetningu fólks á aldrinum 65 til 75 ára með bóluefninu.

Dpa skýrir frá þessu. Fram kemur að nú megi bólusetja fólk á aldrinum 65 til 75 ára ef það er til dæmis með sykursýki eða of háan blóðþrýsting. Þannig bætast 2,5 milljónir manna við þann hóp sem getur fengið bóluefni AstraZeneca í Frakklandi.

Evrópska lyfjastofnunin hefur samþykkt bóluefnið til notkunar fyrir alla fullorðna en í sumum löndum hafa yfirvöld dregið línuna við 65 ára.

BBC segir að opinberar tölur í Bretlandi sýni að bólusetning með bóluefni AstraZeneca dragi úr líkunum á að fá COVID-19, sem kallar á sjúkrahúsinnlögn, um 80% hjá fólki eldra en 80 ára.

Samkvæmt upplýsingum worldometers.com er Frakkland meðal þeirra ríkja heims sem verst hafa farið út úr heimsfaraldrinum. Þar hafa rúmlega 86.000 látist af völdum COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?