fbpx
Föstudagur 21.janúar 2022
Pressan

Það er hægt að nota kaffikorg í ýmislegt

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 17:00

Hvað gerir þú við kaffikorginn? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir henda kaffikorgi þegar búið er að hella upp á í staðinn fyrir að nota hann í eitthvað annað en hann er til margra hluta nytsamlegur.

Það er til dæmis hægt að blanda kaffikorg við moltuna eða nota hann sem áburð fyrir pottaplöntur eða fyrir plöntur utanhúss.  Olían og ýmis efni í kaffikorginum eru sögð vera holl fyrir plöntur og utandyra heldur hann skordýrum fjarri.

Það er líka hægt að nota kaffikorg til að þvo hendurnar en hann fjarlægir drullu og óþef af þeim, til dæmis hvítlaukslykt. Hann er einnig góður til að fjarlægja olíu og málningu af höndunum.

Það er hægt að nota kaffikorg til að þrífa vaskinn. Hann gagnast að sögn jafnvel og hreinsiefni. Kaffikorgurinn nær fitu og ljótum blettum af vaskinum.

Hann er einnig góður til að þvo potta og pönnur ef matur hefur brunnið við á þeim. Helltu kaffikorgi á pönnuna eða í pottinn og notaðu uppþvottabursta til að nudda honum vel inn. Síðan er bara að skola með vatni og kannski þvo með sápu.

Kaffikorgur fjarlægir óþef. Það er til dæmis hægt að setja kaffikorg í glas eða skál og setja í ísskápinn til að gera út af við óþef í honum.

Kaffikorgur er einnig nothæfur til að marínera grillkjöt. Hann gefur gott bragð, líkt því að kjötið hafi verið reykt, og gerir kjötið enn meyrara. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af að kjötið verði með kaffibragði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Grænlendingar glíma við mikla útbreiðslu kórónuveirunnar

Grænlendingar glíma við mikla útbreiðslu kórónuveirunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fleiri drónar sáust við sænskt kjarnorkuver og víðar í gær

Fleiri drónar sáust við sænskt kjarnorkuver og víðar í gær
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára sonur hennar smitaðist af kórónuveirunni – Það sem hún gerði næst kom henni í mikil vandræði

13 ára sonur hennar smitaðist af kórónuveirunni – Það sem hún gerði næst kom henni í mikil vandræði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðarkall barst frá Tonga – Fyrstu myndirnar af hamfarasvæðinu

Neyðarkall barst frá Tonga – Fyrstu myndirnar af hamfarasvæðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er appið sem þú ættir að halda þig frá fyrir háttatímann

Þetta er appið sem þú ættir að halda þig frá fyrir háttatímann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur merki þess að þú sofir of lítið

Nokkur merki þess að þú sofir of lítið