fbpx
Föstudagur 21.janúar 2022
Pressan

Hvaða gagn er af engiferi?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 09:30

Engiferskot þykja bráðholl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engifer er planta sem hefur verið ræktuð í þúsundir ára í Kína og á Indlandi. Rætur hennar eru oftast notaðar sem krydd í mat en á síðari árum hafa „engiferskot“ náð miklum vinsældum. Engifer gagnast gegn ógleði, bólgum, slitgigt og vöðvaverkjum.

Rannsóknir hafa sýnt að engifer er meðal þeirra efna sem gagnast best gegn bólgum í líkamanum.

Aðrar rannsóknir hafa sýnt að engifer virkar gegn ógleði, hvort sem hún er vegna sjóveiki, bílveiki, óléttu eða lyfjameðferðar. Svo er auðvitað spurning hvort það virki gegn ógleði af völdum timburmanna!

Engifer styrkir ónæmiskerfið og veitir því aukið afl í baráttunni við veirur sem ráðast á líkamann, til dæmis kvefveirur.

Engifer getur linað gigtarverki. Rannsóknir hafa sýnt að það getur dregið úr stífleika og verkjum hjá fólki sem er með slitgigt í hnjám og mjöðmum og þannig bætt getu þess til að hreyfast.

Rannsóknir hafa leitt í ljóst að engifer dregur úr vöðvaverkjum eftir líkamsæfingar og enn og aftur er talið að engiferólið eigi hlut að máli.

Hvernig er best að borða engifer?

Engifer gagnast best ef rótin er borðuð hrá. Það er til dæmis hægt að rífa hana og blanda í safa, skyr eða þeyting. En það er líka hægt að setja hana í sushi, súpur eða hakka hana fínt og setja yfir wokrétti. Hún hentar einnig vel til notkunar í marineringu á kjöti. Svo eru það auðvitað engiferskotin vinsælu. En rétt er að hafa í huga að virkni engifers minnkar um helming við það að sjóða það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Grænlendingar glíma við mikla útbreiðslu kórónuveirunnar

Grænlendingar glíma við mikla útbreiðslu kórónuveirunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fleiri drónar sáust við sænskt kjarnorkuver og víðar í gær

Fleiri drónar sáust við sænskt kjarnorkuver og víðar í gær
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára sonur hennar smitaðist af kórónuveirunni – Það sem hún gerði næst kom henni í mikil vandræði

13 ára sonur hennar smitaðist af kórónuveirunni – Það sem hún gerði næst kom henni í mikil vandræði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðarkall barst frá Tonga – Fyrstu myndirnar af hamfarasvæðinu

Neyðarkall barst frá Tonga – Fyrstu myndirnar af hamfarasvæðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er appið sem þú ættir að halda þig frá fyrir háttatímann

Þetta er appið sem þú ættir að halda þig frá fyrir háttatímann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur merki þess að þú sofir of lítið

Nokkur merki þess að þú sofir of lítið