fbpx
Laugardagur 28.maí 2022
Pressan

Hitamet jafnað í Kanada – 22,5 gráður í desember

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. desember 2021 06:59

Börnin kæla sig í miklum hita. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn mældust 22,5 gráður í bænum Penticton í Kanada. Þann 3. desember 1982 mældust 22,5 gráður í Hamilton. Það var þá hitamet í desember í Kanada og nú hefur það verið jafnað.

Penticton er í Bresku Kólumbíu í vesturhluta landsins. Armel Castellan, veðurfræðingur hjá Environment Canada, sagði í gær að hitametið hafi verið jafnað á miðvikudaginn.

Penticton er nokkur hundruð kílómetrum suðaustan við bæinn Lytton sem komst í heimsfréttirnar í sumar þegar hitamet var sett þar en þá mældist hitinn 49,6 gráður. Nokkrum dögum síðar varð bærinn illa úti í skógareldum. Tveir íbúar létust.

Miklir hitar voru í Bresku Kólumbíu í sumar, óvenjulega miklir. Þeir eru taldir afleiðing loftslagsbreytinganna en heitt loft „festist“ vegna háþrýstisvæða yfir vesturhluta Kanada og vesturhluta Bandaríkjanna.

Hitabylgjan kynnti enn frekar undir skógareldum og margir létust í eldunum.

Castellan sagði að síðan í september hafi mikill hiti legið yfir svæðinu en hann komi frá hitabeltissvæðum.

Þessi hiti hefur einnig náð til norðvesturhluta Bandaríkjanna en þar hafa hitamet verið slegin eða jöfnuð í Washington, Montana, Wyoming og Norður-Dakóta. Í Omaha í Nebraska mældist 20 gráðu hiti í gær en það er hitamet í desember þar um slóðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Norðurkóresk yfirvöld segjast hafa náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum

Norðurkóresk yfirvöld segjast hafa náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að apabóla sé „sérstaklega ógeðsleg“

Segir að apabóla sé „sérstaklega ógeðsleg“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja þetta ástæðu útbreiðslu apabólunnar

Segja þetta ástæðu útbreiðslu apabólunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrsti rússneski hermaðurinn til að vera sakfelldur fyrir stríðsglæp í Úkraínu

Fyrsti rússneski hermaðurinn til að vera sakfelldur fyrir stríðsglæp í Úkraínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Var við dauðans dyr eftir notkun eyrnapinna

Var við dauðans dyr eftir notkun eyrnapinna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði skelfilega uppgötvun í bílnum sínum

Gerði skelfilega uppgötvun í bílnum sínum