fbpx
Laugardagur 21.maí 2022
Pressan

Sækir hungur að fyrir háttatímann? Þetta er hægt að borða með góðri samvisku

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. desember 2021 19:30

Hvað ætli haldi henni vakandi?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki óeðlilegt að finna til svengdar skömmu fyrir háttatíma. Oft er ástæðan sú að við höfum ekki fullnægt líkamlegri eða andlegri þörf okkar eftir kvöldmatinn.

Þetta segir næringarfræðingurinn Alice Apel Hartvig sem segir að ástæðan fyrir þessu hungri geti verið að kvöldmaturinn hafi ekki innihaldið nægilega mikið af prótíni, grænmeti og hollri fitu en það geti valdið því að fóki finnist það ekki hafa fengið nóg. Einnig geti andlega hliðin komið við sögu, ef fólk sé vant að fá sér eitthvað að kvöldi þá geti það haft áhrif á hungurtilfinninguna þegar það fær sér ekkert.

Í samtali við alt.dk sagði hún að fólk þurfi að reyna að vera meðvitað um af hverju það langar í eitthvað að borða eftir kvöldmatinn og bregðast við því út frá því. Að öðrum kosti eigi það á hættu að borða af gömlum vana. Hún sagði að konum, sem glíma við svefnskort, hætti sérstaklega til að borða kolvetni eða sykur þegar þær langar í eitthvað á kvöldin. En það sé mikilvægt að vita hvað maður hafi þörf fyrir og engin hafi þörf fyrir einn poka af hlaupi. Fólki geti þolað það en hafi ekki þörf fyrir það.

Það þarf nú ekki að borða steik rétt fyrir svefninn.

Hún ræður fólki frá að borða sykur í miklu magni á kvöldin og segir að það sé ýmislegt sem er hægt að borða rétt fyrir háttatíma án þess að hafa mikið samviskubit. Hún nefndi meðal annars eftirtalin matvæli og drykki til sögunnar.

Tebolli er að hennar sögn góður kostur ef fólk er eiginlega ekki svangt. Þá sé gott að drekka einn tebolla til að kanna hvort um raunverulega svengd er að ræða. Margir borði bara af gömlum vana á kvöldin og það geti verið ágætt að prófa hvort hægt sé að venja sig af því með því að fá sér einn tebolla.

Dökkt súkkulaði er góður kostur ef þig langar í eitthvað sætt. Það má gjarnan vera rúmlega 70% dökkt og ekki meira en 20 grömm. Ef það er þyngra en það ertu farin(n) að innbyrða svo mikið af hitaeiningum að líkaminn hefur enga þörf fyrir þær þegar þú ert sofandi. Þú átt ekki að borða súkkulaðið til að verða saddur/södd, heldur til að finnast þú ánægð(ur).

Ávaxtasalat er góður kostur fyrir þá sem eru mjög svangir. Ef þú blandar smávegis fitu og prótíni saman við, til dæmis smá rjóma, og grískri jógúrt þá verður þetta „skemmtilegri“ matur og mettar betur.

Popp er góður kostur því þrátt fyrir að það sé kannski ekki það allra hollasta þá inniheldur það mikið af trefjum sem eru góðar fyrir líkamann. Popp er mun betra fyrir líkamann en kartöfluflögur.

Skyr með hnetum og hunangi er góður kostur. Það mettar vel og bætir jafnvel svefninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrap Boeing 737-800 flugvélar í Kína í mars var líklega viljaverk

Hrap Boeing 737-800 flugvélar í Kína í mars var líklega viljaverk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjárfesting upp á 19.000 milljarða – Tífalda vindorkuframleiðslu í Norðursjó

Fjárfesting upp á 19.000 milljarða – Tífalda vindorkuframleiðslu í Norðursjó
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flytur inn til Elísabetar drottningar

Flytur inn til Elísabetar drottningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kórónuveirufaraldur geisar í Norður-Kóreu – Yfirvöld hvetja fólk til að skola kverkarnar með saltvatni og drekka geitatoppste

Kórónuveirufaraldur geisar í Norður-Kóreu – Yfirvöld hvetja fólk til að skola kverkarnar með saltvatni og drekka geitatoppste
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaknaði eftir að hafa verið í dái í sex mánuði – Fékk skelfilegar fréttir

Vaknaði eftir að hafa verið í dái í sex mánuði – Fékk skelfilegar fréttir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vilja senda nektarmyndir af fólki út í geim

Vilja senda nektarmyndir af fólki út í geim