fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Mætti með gervihandlegg í bólusetningu til að svíkja út vottorð – „Aldrei í lífi mínu hefði ég búist við þessu“ 

Pressan
Laugardaginn 4. desember 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Furðulegt mál á Ítalíu hefur nú vakið heimsathygli en þar freistaði karlmaður þess að komast hjá bólusetningu, en fá engu síður vottorð um að vera bólusettur, með því að mæta til bólusetningar með gervihandleggi. Hann á nú yfir höfði sér kæru fyrir svik.

Talið er að maðurinn hafi borgað tugi þúsunda til að verða sér úti um silíkon-gerviútlimi. Atvikið átti sér stað á bólusetningarútibúi í bænum Biella á Ítalíu og í kjölfar þess að yfirvöld á Ítalíu tilkynntu hertar aðgerðir sem meina óbólusettum að mæta á ýmsa viðburði.

Maðurinn mætti, eins og aðrir, í bólusetningu. Skrifaði undir upplýst samþykki fyrir bólusetningunni með nafni og öllu, settist svo niður, lyfti upp erminni á skyrtu sinni og beið þess að fá stunguna.

Starfsmaðurinn sem sá um manninn tók fyrst ekki eftir því að ekki væri allt með felldu þar sem silíkon útlimurinn var nokkuð sannfærandi. En við nánari athugun bað starfsmaðurinn manninn að fara úr skyrtunni.

Maðurinn gerði sér grein fyrir að þarna kæmist upp um hann og reyndi án árangurs að sannfæra heilbrigðisstarfsmanninn um að klára bara bólusetninguna og láta sem ekkert væri.

Starfsmaðurinn, Filippa Bua, segir að fyrst hafi hún vorkennt manninum.

„Fyrst vorkenndi ég honum, hélt að hann væri með gerviútlim og velti því fyrir mér hvort ég hefði óvart beðið hann að rétta mér vitlausan handlegg. En svo viðurkenndi hann að hann væri viljandi með gervihandlegg til að komast hjá því að vera bólusettur.“

Við þetta varð Filippa sármóðguð og segist aldrei hafa vitað annað eins á rúmlega þrjátíu ára ferli sínum sem hjúkrunarfræðingur.

„Fyrst varð ég hissa, síðan varð ég reið. Mér fannst vegið að starfsheiðri mínum, hann sýndi gáfum okkar og starfi vanvirðingu. Aldrei í lífi mínu hefði ég búist við þessu.“

Yfirvöld í héraðinu Piedmont, þar sem atvikið átti sér stað, hafa fordæmt athæfið.

„Þetta mál gæti flokkast sem „fáránlegt“ ef ekki væri fyrir að um er að ræða gífurlega alvarlegt uppátæki sem er algjörlega óásættanlegt fyrir samfélag sem er nú þegar búið að fórna miklu út af faraldrinum.“

Forseti héraðsins, Alberto Cirio, gekk lengra í annarri yfirlýsingu og sagði að málið væri „móðgun við heilbrigðiskerfi héraðsins“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband