fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Hitamet jafnað í Kanada – 22,5 gráður í desember

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. desember 2021 06:59

Börn kæla sig í miklum hita. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn mældust 22,5 gráður í bænum Penticton í Kanada. Þann 3. desember 1982 mældust 22,5 gráður í Hamilton. Það var þá hitamet í desember í Kanada og nú hefur það verið jafnað.

Penticton er í Bresku Kólumbíu í vesturhluta landsins. Armel Castellan, veðurfræðingur hjá Environment Canada, sagði í gær að hitametið hafi verið jafnað á miðvikudaginn.

Penticton er nokkur hundruð kílómetrum suðaustan við bæinn Lytton sem komst í heimsfréttirnar í sumar þegar hitamet var sett þar en þá mældist hitinn 49,6 gráður. Nokkrum dögum síðar varð bærinn illa úti í skógareldum. Tveir íbúar létust.

Miklir hitar voru í Bresku Kólumbíu í sumar, óvenjulega miklir. Þeir eru taldir afleiðing loftslagsbreytinganna en heitt loft „festist“ vegna háþrýstisvæða yfir vesturhluta Kanada og vesturhluta Bandaríkjanna.

Hitabylgjan kynnti enn frekar undir skógareldum og margir létust í eldunum.

Castellan sagði að síðan í september hafi mikill hiti legið yfir svæðinu en hann komi frá hitabeltissvæðum.

Þessi hiti hefur einnig náð til norðvesturhluta Bandaríkjanna en þar hafa hitamet verið slegin eða jöfnuð í Washington, Montana, Wyoming og Norður-Dakóta. Í Omaha í Nebraska mældist 20 gráðu hiti í gær en það er hitamet í desember þar um slóðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?