fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Drama á Amager – Fimm menntaskólanemar bitnir af hundum og skotvopnum beitt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 10:01

Danskur lögreglumaður við skyldustörf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm nemendur í Tårnby menntaskólanum á Amager í Kaupmannahöfn voru fluttir á sjúkrahús á tíunda tímanum í morgun. Hundar sluppu þá inn í skólann og bitu nemendur. Talið er að tveir hundar hafi sloppið inn. Annar Schæfer en hinn blendingur af óljósum uppruna. Þegar lögreglan kom á vettvang var annar hundurinn mjög árásargjarn og drógu lögreglumenn upp  skotvopn og skutu hann.

Ekki er vitað hvort hundurinn er dauður en hann slapp á brott en vitað er að lögreglumenn hæfðu hann.

B.T. hefur eftir Mikkel Harder Sørensen, rektor, að hundar hafi hlaupið inn í skólann um klukkan 9 og bitið nokkra nemendur. Hann segir þetta hafi verið skelfilegan atburð. Bæði lögregla og sjúkralið voru kölluð á vettvang. Hann sagðist telja að nemendurnir hafi ekki slasast alvarlega en að vonum hafi þeim brugðið illa.

Lögreglan skýrði frá því á Twitter að lögreglumenn hafi skotið á annan hundinn  þegar þeir komu á vettvang þar sem hann hafi verið mjög æstur og árásargjarn.

B.T. hefur eftir nemanda í skólanum að hann hafi séð annan nemanda koma hlaupandi eftir ganginum með Schæferhund á hælunum. Aðrir nemendur hafi þá hlaupið öskrandi á brott.

Annar nemandi sagði að hundarnir hafi fyrst ráðist á nemendur sem voru í snjókasti á skólalóðinni og síðan hafi þeir elt þá inn.

Ekki er vitað hvaðan hundarnir komu eða hver á þá en verið er að rannsaka málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt tvisvar í viku dregur mjög úr líkunum á svefnleysi

Líkamsrækt tvisvar í viku dregur mjög úr líkunum á svefnleysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grínisti afhjúpar hvernig hann lét breska fjölmiðla borða laukinn í fjórgang

Grínisti afhjúpar hvernig hann lét breska fjölmiðla borða laukinn í fjórgang
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Beit nýfædda dóttur sína að minnsta kosti 6 sinnum – Sagði hana vera „vanþakkláta“

Beit nýfædda dóttur sína að minnsta kosti 6 sinnum – Sagði hana vera „vanþakkláta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill ekki banna kynjaskipta sundkennslu og sundtíma

Vill ekki banna kynjaskipta sundkennslu og sundtíma