fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
Pressan

Eiga 130.000 króna sekt yfir höfði sér fyrir að skreyta of snemma

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 06:59

Þetta fór fyrir brjóstið á nágrönnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda ein, sem býr í Flórída í Bandaríkjunum, á sekt yfir höfði sér fyrir að hafa sett jólaskreytingarnar of snemma upp. Þann 8. nóvember barst Moffa-fjölskyldunni bréf frá íbúasamtökunum þar sem henni var hótað sekt vegna skreytinganna.

Michael Moffa sagði í samtali við Fox 13 að hann hafi neyðst til að panta fagmann til að sjá um skreytingarnar snemma þetta árið því það hafi verið eini möguleikinn til að fá hann til að sjá um skreytingarnar.

„Við fengum hann ekki á síðasta ári. Við bókuðum hann á síðasta ári fyrir árið í ár. 6. nóvember var eini dagurinn sem var laus hjá honum svo við tókum hann,“ sagði hann.

Í bréfi frá íbúasamtökunum kemur fram að fjölskyldan þurfi að greiða 100 dollara í sekt fyrir hvern dag sem skreytingarnar eru uppi þar sem þær hafi verið settar allt of snemma upp. Heildarsektin getur orðið sem svarar til um 130.000 íslenskum krónum.

Samkvæmt reglum samtakanna má ekki skreyta fyrr en búið er að fagna Þakkargjörðarhátíðinni.

Hótunarbréfið sem fjölskyldunni barst.

Hugsanlega hefði fjölskyldan sloppið frá þessu öllu saman ef aðeins hefði verið skreytt í bakgarðinum en það sem var sett upp framan við húsið virðist hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. „Þegar þú horfir á ljósin þá eru þau ekki svo svakaleg, er það? Þegar það er kveikt á þeim líta þau frábærlega út og börnin njóta þeirra og fá þau til að brosa,“ sagði Michael.

Hótunarbréf íbúasamtakanna barst 48 klukkustundum eftir að skreytingarnar voru settar upp. Chelsea Moffa skýrði frá þessu á Facebook en málið hefur vakið mikla reiði margra íbúa.

Fréttir af málinu hafa borist víða og náðu eyrum söngkonunnar Mariah Carey sem deildi frétt um hremmingar Moffa-fjölskyldunnar.

Íbúasamtökin hafa upplýst að það hafi verið nágranni sem kvartaði undan snemmbúnum jólaskreytingum fjölskyldunnar. Ekki verður ákveðið endanlega hvort fjölskyldan verður sektuð fyrr en að atkvæðagreiðslu lokinni hjá íbúasamtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin ætla að styrkja sig á Grænlandi – Ætla að setja pening í Thulestöðina

Bandaríkin ætla að styrkja sig á Grænlandi – Ætla að setja pening í Thulestöðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkararnir lýsa yfir öðru stríði

Hakkararnir lýsa yfir öðru stríði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grátt hár getur fengið fyrri lit aftur

Grátt hár getur fengið fyrri lit aftur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn ætla sér að komast til botns í hvaðan fljúgandi furðuhlutir eru

Bandaríkjamenn ætla sér að komast til botns í hvaðan fljúgandi furðuhlutir eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eyðilagði hjónaband foreldra sinna – „Ég smitaði pabba af herpes“

Eyðilagði hjónaband foreldra sinna – „Ég smitaði pabba af herpes“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Höfða mál á hendur syni sínum af því að hann hefur ekki eignast börn

Höfða mál á hendur syni sínum af því að hann hefur ekki eignast börn