fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Pressan

Hrottaleg meðferð foreldra á 16 ára pilti – Laminn og kallaður bjáni og hundur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 06:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í eitt og hálft ár þurfti 16 ára piltur að þola bæði líkamlegt og andleg ofbeldi af hálfu föður síns og stjúpmóður. Þau stjórnuðu lífi hans algjörlega og sögðu hann vera „gagnslausan“, „óvelkominn“, „fábjána“ og „hund“.

Þetta kemur fram í ákæru á hendur foreldrunum en málið verður tekið fyrir hjá rétti í Næstved í vikunni. Þau eru einnig ákærð fyrir að hafa tekið allan sparnað piltsins, 35.000 danskar krónur, út úr banka og nýtt þá í eigin þágu. Foreldrarnir neita sök.

Upp komst um ofbeldið eftir að faðirinn hafði slegið piltinn með krepptum hnefa í andlitið og síðan skallað hann. Pilturinn fékk blóðnasir og bólgnaði í andliti. Því næst var honum ógnað með 20 cm löngum hníf og síðan hent ofan í skottið á fjölskyldubílnum. Því næst óku foreldrarnir með hann á veitingastað McDonald‘s í Slagelse og síðan heim aftur.

En það var þessi ferð á McDonald‘s sem kom upp um ofbeldið því pilturinn reyndi að flýja. Kona ein sá hann á hlaupum og eldri mann á eftir honum, hann greip síðan í piltinn. Hún skráði bílnúmerið hjá sér og hringdi í lögregluna.

Þegar lögreglumenn komu heim til fjölskyldunnar sat pilturinn í stofunni og það blæddi úr nefi hans. Hann sagði lögreglumönnunum síðan frá því sem hann hafði þurft að þola síðasta eina og hálfa árið.

Ekstra Bladet segir að samkvæmt ákærunni hafi hann sætt niðurlægjandi og illri meðferð. Honum var meinað að hitta móður sína eða tala við hana.

Faðir hans og stjúpmóðir lokuðu á að hann gæti hringt í móður sína og fóru daglega yfir síma hans og skipuðu honum að koma beint heim úr skóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“
Pressan
Í gær

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er hið undarlega einkenni Ómíkronsmits sem kallar á tafarlausa læknisaðstoð

Þetta er hið undarlega einkenni Ómíkronsmits sem kallar á tafarlausa læknisaðstoð