fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Pressan

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 06:04

Röntgenmynd af konunni og glasið. Mynd:Urology Case Reports

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar 45 ára kona kom á bráðadeild sjúkrahúss í Túnis og átti erfitt með að losa þvag var hún sett í ýmsar rannsóknir. Óhætt er að segja að niðurstaða rannsóknanna hafi komið læknum í opna skjöldu.

Fjallað er um málið í Urology Case Reports. Þar lýsa læknar því að fyrstu rannsóknir á konunni hafi ekki varpað ljósi á hvað olli því að hún gat ekki kastað af sér vatni. Það var ekki fyrr en röntgenmyndir voru teknar af henni sem læknarnir sáu að hún bjó yfir gömlu og undarlegu leyndarmáli. Myndirnar sýndu nefnilega „risastóran stein“ sem var 8x7x8 cm.

Konan var svæfð og skorin upp því læknar töldu að um nýrnastein væri að ræða. Það reyndist rétt, um nýrnastein var að ræða en inni í honum var svolítið sem kom læknunum gríðarlega á óvart.

Þegar þeir brutu „skelina“ á honum sáu þeir að grænt vatnsglas var inni í honum. Það hafði verið svo lengi inni í konunni að kristallað salt hafði sest á það og steinn myndast utan um það.

Þegar konan vaknaði af svæfingu játaði hún fyrir læknum að hafa fjórum árum áður stungið glasinu upp í kynfæri sína af „erótískum ástæðum“ segir í skýrslu lækna um málið.

Glasið var inni í skel. Mynd:Urology Case Reports

Glasið eyðilagði vefi í legi hennar og færðist síðan yfir í þvagblöðrunnar þar sem það varð að „steini“.

Konan var útskrifuð eftir tveggja daga sjúkrahúsdvöl og fann ekki fyrir neinum eftirköstum. Læknar segja að líklega hafi andleg veikindi valdið því að konan fann fyrir þörf til að setja glas inn í kynfæri sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“
Pressan
Í gær

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er hið undarlega einkenni Ómíkronsmits sem kallar á tafarlausa læknisaðstoð

Þetta er hið undarlega einkenni Ómíkronsmits sem kallar á tafarlausa læknisaðstoð