fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Pressan

Svikahrappurinn Birgitte vann sem hjúkrunarfræðingur – Var ekki hjúkrunarfræðingur

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 16:09

Ef þú ert að hugsa um að ráða hjúkrunarfræðing þá er Birgitte Cleroux ekki rétta manneskjan í starfið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitte Cleroux er með ansi þétta ferilskrá þegar kemur að því að vinna sem hjúkrunarfræðingur, sérstaklega í ljósi þess að hún er ekki hjúkrunarfræðingur.

Þessi ekki hjúkrunarfræðingur notaði nafn konu sem er í alvörunni hjúkrunarfræðingur til að fá vinnu sem slíkur á sjúkrahúsi í Vancouver Kanada. Hún hætti í þeirri vinnu í júní á þessu ári en hún er sögð hafa tekið að sér stöðu hjúkrunarfræðings á annarri heilbrigðisstofnun í Ottowa í Kanada.

CBC fjallaði um málið en þetta er ekki fyrsta rodeó Birgitte í persónustuldi. Samkvæmt gögnum úr dómskrám þá hefur hún stundað slík svik undanfarin 30 ár. Birgitte, sem er 49 ára gömul, reyndi að verða hjúkrunarfræðingur á sínum tíma en hún kláraði aldrei námið.

Búið er að kæra Birgitte í Ottowa fyrir líkamsárás og glæpsamlegt gáleysi. Hún er sögð hafa sprautað fólk en hún er alls ekki hæf til þess. Í Vancouver er ekki enn búið að kæra hana þar sem málið er enn í rannsókn en yfirvöld eru að reyna að ganga úr skugga um hversu marga sjúklinga hún aðhlynnti.

Birgitte virðist vera nokkuð fjölhæf þar sem hún hefur ekki bara þóst vera hjúkrunarfræðingur, hún hefur einnig þóst vera vísindakennari. Hún hefur ekki bara landað störfum í Vancouver og Ottowa heldur einnig í Alberta og Ontario.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“
Pressan
Í gær

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er hið undarlega einkenni Ómíkronsmits sem kallar á tafarlausa læknisaðstoð

Þetta er hið undarlega einkenni Ómíkronsmits sem kallar á tafarlausa læknisaðstoð