fbpx
Föstudagur 27.maí 2022
Pressan

Svikahrappurinn Birgitte vann sem hjúkrunarfræðingur – Var ekki hjúkrunarfræðingur

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 16:09

Ef þú ert að hugsa um að ráða hjúkrunarfræðing þá er Birgitte Cleroux ekki rétta manneskjan í starfið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitte Cleroux er með ansi þétta ferilskrá þegar kemur að því að vinna sem hjúkrunarfræðingur, sérstaklega í ljósi þess að hún er ekki hjúkrunarfræðingur.

Þessi ekki hjúkrunarfræðingur notaði nafn konu sem er í alvörunni hjúkrunarfræðingur til að fá vinnu sem slíkur á sjúkrahúsi í Vancouver Kanada. Hún hætti í þeirri vinnu í júní á þessu ári en hún er sögð hafa tekið að sér stöðu hjúkrunarfræðings á annarri heilbrigðisstofnun í Ottowa í Kanada.

CBC fjallaði um málið en þetta er ekki fyrsta rodeó Birgitte í persónustuldi. Samkvæmt gögnum úr dómskrám þá hefur hún stundað slík svik undanfarin 30 ár. Birgitte, sem er 49 ára gömul, reyndi að verða hjúkrunarfræðingur á sínum tíma en hún kláraði aldrei námið.

Búið er að kæra Birgitte í Ottowa fyrir líkamsárás og glæpsamlegt gáleysi. Hún er sögð hafa sprautað fólk en hún er alls ekki hæf til þess. Í Vancouver er ekki enn búið að kæra hana þar sem málið er enn í rannsókn en yfirvöld eru að reyna að ganga úr skugga um hversu marga sjúklinga hún aðhlynnti.

Birgitte virðist vera nokkuð fjölhæf þar sem hún hefur ekki bara þóst vera hjúkrunarfræðingur, hún hefur einnig þóst vera vísindakennari. Hún hefur ekki bara landað störfum í Vancouver og Ottowa heldur einnig í Alberta og Ontario.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Norðurkóresk yfirvöld segjast hafa náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum

Norðurkóresk yfirvöld segjast hafa náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að apabóla sé „sérstaklega ógeðsleg“

Segir að apabóla sé „sérstaklega ógeðsleg“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja þetta ástæðu útbreiðslu apabólunnar

Segja þetta ástæðu útbreiðslu apabólunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrsti rússneski hermaðurinn til að vera sakfelldur fyrir stríðsglæp í Úkraínu

Fyrsti rússneski hermaðurinn til að vera sakfelldur fyrir stríðsglæp í Úkraínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Var við dauðans dyr eftir notkun eyrnapinna

Var við dauðans dyr eftir notkun eyrnapinna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði skelfilega uppgötvun í bílnum sínum

Gerði skelfilega uppgötvun í bílnum sínum